Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1998, Blaðsíða 5

Ægir - 01.04.1998, Blaðsíða 5
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Bjarni Kr. Grímsson, fiskimálastjóri: Fiskifélag íslands iskifélag íslands var stofnað 20. febrúar 1911 og er því að verða níutíu ára gamalt. Á þessari löngu vegferð hef- ur félagið margoft þurft að laga sig að breytingum í þjóðfélaginu, jafnframt því sem hlutverk félagsins hefur tekið breytingum. Mæta þurfti mismunandi þörfum atvinnugreinar- innar og fylgja eftir þeirri tækniþróun sem varð, en jafnframt að hafa þar um nokkra forystu og aðstoða eftir efnum og ástæðum. Enda hefur eitt aðal- markmið félagsins frá upphafi verið að efla hag greinarinnar og stuðla að fram- fórum í íslenskum sjávaríítvegi. Jafnframt þessu hefur tilgangur fé- lagsins verið að vera sameiginlegur starfsvettvangur í sjávanitvegi. Hér er að finna grunninn að Fiskiþingum og var fyrsta Fiskiþingið haldið árið 1913. Síðan hafa verið haldin 55 Fiskiþing. Fiskiþingin gengdu mikilvægu hlut- verki í okkar sjávarútvegssögu og voru óneitanlega öflugur, sameiginlegur vettvangur sjávarútvegsins. Þá er ónefndur stór þáttur í starf- semi Fiskifélagsins, sem er að félagið veitir stjómvöldum og öðrum sem eftir því leita, umbeðna þjónustu. Þessi þáttur í starfsemi félgsins varð fljótlega mjög stór og má segja að hann hafi næstum yfirtekið félagið. Þannig varð félagið flokkað sem hálf opinber stofnun og starfsfólk þess varð allt opinberir starfsmenn, þar til á allra síðustu árum að því var breytt. Félagsleg starfsemi var fjármögnuð með þeim afgangi sem varð á þjónust- unni við stjórnvöld og atvinnugrein- ina og eðlilega í starfsemi eins og hjá Fiskifélaginu varð hún að fara fram eftir því hvað forystumenn Fiskifélags- ins, aðilar í sjávarútvegi og stjórnvöld, hafa orðið ásátt um. Á síðustu árum og áratugum hafa sérsamtök í sjávar- útvegi verið að eflast og jafnframt hafa stjórnvöld tekið fleiri verkefni beint til sín eftir sem þeirra stofnanir hafa vax- ið og eflst. Þannig hefur hagur félags- ins versnað verulega og starfsemi þess dregist mikið saman. Fiskifélagið, eins og svo mörg félög sem stofnuð voru um síðustu aldamót, ber merki þess tíma. Fiskifélagið var félag deilda í hverri verstöð og síðan voru fulltrúar þeirra deilda sendir á fjórðungsþing, sem síðan kusu fulltrúa á Fiskiþing. Fiskideildirnar hafa verið mismunandi margar og misvirkar í gegnum árin, en um 1970 voru komin sérstök hags- munafélög í sjávarútvegi og var þá orðið mjög tvísýnt um tilurð Fiskifé- lagsins. Þá voru gerðar breytingar á samþykktum félagsins og þessum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma sem sérstakir aðilar að Fiskiþingi og Fiskifélaginu. Síðan er liðinn rúmur aldarfjórðungur og enn á ný hafa orð- ið breytingar, fiskifélagsdeildirnar hafa orðið veikari og eru nánast aflagðar, eins og svo margir þekkja í félagslegri deyfð nútímans. Því var gerð tillaga að nýjum samþykktum fyrir Fiskifélagið þar sem hagsmunafélögunum í sjávar- útvegi er falin forsjá Fiskifélagsins. Þann 30. mars 1998 lauk framhalds- fundi 56. Fiskiþings, með því að sam- þykktar voru nýjar samþykktir fyrir Fiskifélag íslands og síðan var félaginu kjörin ný stjórn í samræmi við hinar nýju samþykktir. Þessi atburður mark- ar Fiskifélagi íslands alveg nýjar braut- ir í málefnum sjávarútvegs á íslandi, jafnframt því að enn á ný verður leit- ast við að gera Fiskifélagið að sameig- inlegum vettvangi fyrir sjávarútveg- inn. Nú með því að í stað þess að leita beint í grasrótina verði farið í gegnum hagsmunasamtökin í sjávarútveginum og þannig fundin leið sem getur lýst viðhorfum þeim er ríkja á hverjum tíma í atvinnugreininni. Markmiðum sínum hyggst félagið ná með því, að takast á hendur verk- efni sem varða sjávarútveginn í heild og víðtæk samstaða næst um að félag- ið sinni. Og starfsemi sína hyggst fé- lagið fjármagna með þeim verkefnum sem það tekur að sér fyrir stjórnvöld og sjávarútveginn. Fiskifélag íslands er að taka enn eitt nýtt skref á langri vegferð og vona ég að félagið fái verðug verkefni frá at- vinnugreininni sjálfri svo og frá stjórnvöldum. Nýrri stjórn óska ég til hamingju og vona að við getum í sam- einingu róið Fiskifélagsfleyinu til nýrra vegsauka á ólgandi hafi. MÆ 5

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.