Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1998, Blaðsíða 31

Ægir - 01.04.1998, Blaðsíða 31
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Jón Þ. Þór: Bændaútgerðin við Eyjafjörð - þilskipaútgerð á Norðurlandi á síðara hluta 19. aldar - 2. grein /’fyrri greiti utn þilskipaútgerð á Norðurlandi á 19. öld sagði frá Þorsteini bónda Daníelssyni á Skipa- lóni í Hörgárdal og upphafi þilskipa við Eyjafjörð. Hér verður þráðurinn tekinn upp að nýju og greint frá „bœndaútgerðinni" svonefndu á 3. aldarfjórðungi 19. aldar. í nœstu grein segir svo frá þilskipaútgerð kaupmanna á Akitreyri. í greininni um upphaf þilskipaút- gerðar á Norðurlandi sagði frá hákarla- veiðum Eyfirðinga á 18. öld og fyrra hluta 19. aldar. Hákarlaveiðarnar efld- ust mjög á 4. og 5. áratug aldarinnar og urðu, eins og þegar hefur komið fram í þessum greinum um sögu skútualdar, ein meginforsenda þil- skipaútgerðar og upphafs þéttbýlis- myndunar á Vestfjörðum. Enginn efi leikur heldur á því að hákarlaútvegur- inn var fjárhagsleg forsenda þilskipa- útgerðar Þorsteins á Skipalóni og leik- ur vart á tvennu, að hann hefur, að einhverju leyti a.m.k., tekið Vestfirð- inga og þá einkum ísfirðinga sér til fyrirmyndar. Ber þá að hafa í huga, að einmitt um það leyti sem Þorsteinn réðst í að breyta Orra sínum í þilskip voru býsna náin tengsl á milli Vest- firðinga og Eyfirðinga, tengsl sem ef til vill hafa að nokkru leyti myndast og styrkst á hákarlamiðunum úti fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum. Má í því viðfangi minna á að Ásgeir Ásgeirsson, skipherra og kaupmaður á ísafirði, átti hlut í prentsmiðju Norðra, sem stofn- uð var á Akureyri árið 1853. Enginn einn maður hvatti Eyfirðinga ákafar til að efla hákariaveiðarnar og þilskipaút- gerðina en Björn Jónsson eldri, rit- stjóri Norðra, og vitnaði hann þá tíð- um til fordæmis ísfirðinga og birti fréttir af aflabrögðum þeirra. Er eng- inn líklegri til að hafa sent honum þær fréttir en einmitt Ásgeir. Áhrifaþáttur í íslenskri efnahagssögu Hákarlaútgerðin er stórmerkur en mjög vanmetinn þáttur í íslenskri út- gerðarsögu og áhrif hennar að sínu leyti sambærileg við áhrif sauðasöl- unnar til Bretlands á efnahag íslenskra bænda síðar á 19. öldinni og togaraút- gerðar á viðgang þéttbýlisstaðanna við Faxaflóa á öndverðri 20. öld. Arðurinn af hákarlaútveginum á 3. fjórðungi 19. aldar gerði bændum í útsveitum Eyja- fjarðar og vestustu sveitum S-Þingeyj- arsýslu kleift að koma undir sig fótun- um og varð undirstaða margvíslegra efnahagslegra framfara. Á grunni há- karlaútvegsins stofnuðu Eyfirðingar og Þingeyingar Gránufélagið og í kjölfar þess efldist mjög sjálfstæðisvitund fólks á þessum slóðum. Um miðbik 19. aldar, í þann mund er Þorsteinn á Skipalóni hóf útgerð þil- skipsins Orra, var mikill uppgangur í hákarlaveiðum og þilskipaútgerð Vest- firðinga og fór ekki hjá því að Norð- lendingar veittu umsvifunum athygli. Verðmætasti hluti hákarlsins, og hinn eini sem fluttur var út, var lýsið. Það var notað sem ljósmeti við götulýs- ingu í borgum Evrópu og einmitt um þetta leyti var mikil og vaxandi eftir- spurn eftir lýsinu. Verð á því hækkaði nánast ár frá ári og er ekki að efa, að Akureyrarkaupmenn hafi hvatt út- vegsbændur til að efla útveginn og færa sem mest lýsi í kaupstað. Á hinn bóginn vekur það nokkra athygli, að kaupmenn á Norðuriandi virðast ekki hafa hugleitt það á þessum tíma að fara að dæmi starfsbræðra sinna á Vestfjörðum og hefja sjálfir útgerð þil- skipa til hákarlaveiða. Hefðu þeir þó átt að vera betur stakk búnir til þess en bændurnir. Útvegsbændur brugðust skjótt við aukinni eftirspurn eftir lýsi og leið ekki á löngu, uns þilskipum tók að fjölga svo um munaði. Árið eftir að Þorsteinn á Skipalóni hóf útgerð Orra síns, kom til Akureyrar ungur maður, ættaður vestan úr Siglufirði. Hann hér Eriðrik Jónsson og hafði dvalist um tæplega tveggja ára skeið við nám í þilskipasmíðum í Rooonne á Borgund- arhólmi. Til íslands kom hann með Raufarhafnarskipi og er hann tók land á Raufarhöfn sá hann þar í fjörunni hina gömlu hákarlaskútu Thaaes kaupmanns, Mínervu. Hún var orðin ósjófær og harla illa til reika, en engu ------------------ÆGIR 31

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.