Ægir - 01.04.1998, Síða 23
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
son getur heimilda um útræði og ver-
búðir á þessu svæði aftur til íslend-
ingasagnanna í ritröðinni íslenzkir
Sjávarhættir, II 1982. Gamalgrónir út-
gerðarbæir á utanverðu Snæfellsnesi
vitna um þorskgengd í Breiðafirði og á
Breiðafjarðarmiðum svo lengi sem
sögur fara af. Aflabrögð hafa að sjálf-
sögðu verið nokkuð misjöfn, sum árin
hefur veiðst afburðavel, t.d. á sjöunda
áratugnum en önnur hafa verið mög-
ur.
Tafla 1 sýnir dæmi um þorskveiðar
á Breiðafjarðarsvæðinu. Þar kemur
fram að netabátar við Breiðafjörð
lönduðu um 20.000 tonnum af þorski
í mars og apríl á vetrarvertíðinni 1966
(upplýsingar frá Fiskifélagi íslands). í
töflunni er gerður samanburður á
þremur mikilvægum vertíðarsvæðum.
Upplýsingar sem fram koma í töflu 2
eru skráðar eftir löndunarstað, en ekki
veiðistað eins og gert er núna. Þess
vegna er mögulegt að eitthvað af afla
hafi verið flutt milli þessara svæða eða
út af þeim. Talið er að á þessu tímabili
hafi bátar frá Patreksfirði veitt töluvert
í Breiðafirði (upplýsingar Kristins Ó.
Jónssonar, skipstjóra í Stykkishólmi)
og einnig var fiski sem veiddur var í
Breiðafirði og sunnan Reykjaness
landað við Faxaflóa. (uppl. frá Aðai-
steini Einarssyni skipstjóra í Hafnar-
firði).
Þessi ár voru valin til samanburðar
vegna þess að nákvæm skráning afla
eftir veiðarfærum hófst hjá Fiskifélagi
íslands árið 1966. Árið 1968 var allur
innri hluti Breiðafjarðar friðaður fyrir
netaveiðum sem gerir samanburð erf-
iðari. Netaveiðar voru þá bannaðar
innan línu frá Eyrarfjalli í Skor (mynd
1) að frumkvæði sjómanna við Breiða-
fjörð. Samkvæmt upplýsingum frá sjó-
mönnum sem stunduðu þorskveiðar í
Breiðafirði á þessum tíma var aðal-
veiðisvæðið innan þessarar línu. Þeir
telja einnig að mun meiri afli hafi ver-
ið hjá netabátum á árunum 1963 til
1965 en fram kemur í töflu 1 (Kristinn
Ó. Jónsson skipstjóri Stykkishólmi).
Tafla 1.
Samanburður á lönduðum afla net og þorsknót eftir
löndunarhöfnum í mars og apríl, 1966 og 1967
Svæði 1966 1967
tonn tonn
Löndunarstaðir á norðanverðu Snæfellsnesi,
þorskafli í net mars og april 19.549 12.213
Löndunarstaðir í Faxaflóa (með Sandgerði) þorskafli í net og þorsknót í mars og apríl 59.180 37.352
Löndunarstaðir við Suðvesturströndina frá og með Grindavík að og með Vestmannaeyjum þorskafli í net og þorsknót í mars og apríl 34.743 24.266
Gjöfulustu miðin í Breiðafirði á ál í svokölluðum Lænum (Túnum).
þessum tíma voru norður af Bjarneyja- Verstöðvar fyrri tíma, sem næstar voru
AGIR 23