Ægir - 01.04.1998, Qupperneq 10
Mikilvægast að vinna að verk-
efnum sem varða sameiginlega
hagsmuni sjávarútvegsins
- segir Pétur Bjarnason,
nýkjörinn formaður Fiskifélags íslands, um breytt hlutverkfélagsins
Pétnr Bjarnason, framkvœmdastjóri Félags rœkju- og hörpudiskframleið-
enda, er nýkjörinn fonnaður stjórnar Fiskifélags íslaitds og sat jafnframt t
þeirri nefnd sem mótaði tiliögur til breytinga á starfsemi félagsins, sem nú
Itafa verið samþykktar afFiskiþingi. Pétur er bjartsýnn á framtíð félagsins og
segir að nauðsynlegt hafi verið að gera breytingar á starfseminni til að skapa
félaginu starfsgrundvöll. Framundan sé mikil vintta og ölluni Ijóst að vintta
verði hratt og vel að breytingum á starfi Fiskifélags íslands og að þetta starf
geti „kostað blóð, svita og tár," eins og hann orðar það. Pétur segist ntjög
ánœgður með þœr viðtökur sem breytingarnar hafi fengið og þann hug sem
Fiskiþing haft sýnt við afgreiðslu málsins. Ett hvað réð úrslitum iitn að lagt var
til að halda starfi Fiskifélags íslands áfrant í breyttri ntynd, fremtir en að
leggja félagið niður?
„Það er rétt að valkostirnir sem við
höfðum voru tveir, þ.e. að hætta starf-
seminni eða halda starfi félagsins
áfram í breyttri mynd. Spurningin
sem þurfti að svara í upphafi
var sú hvort þörf væri fyrir sam-
eiginlegan vettvang, hvort ein-
hver þau verkefni sé að finna
fyrir íslenskan sjávarútveg sem
best verði unnin á sameiginleg-
um vettvangi. Svarið við þeirri
spurningu var já þegar menn
höfðu sest niður og skoðað mál-
ið. Eftir að það svar var fengið
fólst okkar vinna í að skapa
þann vettvang og þá ímynd
sem þarf. Menn geta velt fyrir
sér hvaða leið hefði átt að fara en ef
menn eru sammála um að sameigin-
legur vettvangur þurfi að vera og að
hann sé með eðlilegu jafnvægi milli
allra greina sjávarútvegsins þá tel ég
það mun léttari leið að gera Fiskifélag
10 AOR
íslands að þeim vettvangi fremur en
leggja félagið niður og stofna nýjan
vettvang síðar," segir Pétur.
Öllum sem fylgst hafa með starfi
Fiskifélags íslands á undanförnum
árum hefur verið ljóst að samdráttur
væri í verkefnum félagsins. Pétur
bendir á að þetta hafi gerst þegar
stjórnvöld ákváðu fyrir nokkrum árum
að taka félagið út af fjárlögum og nýta
það einungis sem verktaka í einstök-
um verkefnum. „Pólitíska ákvörðunin
fólst í því að draga skil á milli stjóm-
sýslulegs hlutverks Fiskifélagsins og
þess að vera einkafyrirtæki úti í bæ, ef
hægt er að tala þannig um félagið.
Þessi ákvörðun olli samdrætti í verk-
efnum en það er ljóst að verkefni hafa
verið til staðar og eru til staðar sem
ekki hefur verið sinnt sem skyldi.
Þetta eru verkefni sem sjávarútvegur-
inn í heild þarfnast að meira sé sinnt
og ég vonast til að með samstöðu um
Fiskifélagið fái það meira af þeim til
sín. Og það er að mínu mati líka mik-
ilsvert að í gegnum félagið verði til
samstaða allra aðila í íslenskum sjávar-
útvegi um þau verkefni sem
brýnust eru fyrir heildina á
hverjum tíma," segir Pétur.
Umhverfismálin hvað
stærsta verkefnið
Eins og komið hefur fram verða
nú félagar í Fiskifélaginu helstu
hagsmunasamtök í sjávarútvegi
á íslandi, þau sem áður mynd-
uðu B-deild félagsins. Sú spurn-
ing vaknar óneitanlega hvort
aðild þeirra að félaginu þýði að
þau samtök dragi úr sínu innra starfi.
Pétur telur svo ekki verða þar sem ætíð
hljóti afmörkuð mál innan hverrar
greinar að vinnast á vegum sinna
hagsmunasamtaka.
„Hins vegar eru mörg önnur verk-
„Léttara að gera Fiskifélagið að
sameiginlegum vettvangi fremur
en að leggja félagið niður og
stofna nýjan vettvang síðar."