Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1998, Side 26

Ægir - 01.04.1998, Side 26
Tafla 3. Yfirlit yfir merkingar og endurheimtur í Breiðafirði 1993 -1997 MERKINGARSTAÐUR Tilr DAGS Fj. merkt Fj.endurh % Fj. m. Fj.eh. % ÖRNEFNI Nr. Merkingar v-merki v-merki v-merki r-merki r-merki r-merki Grundarfjörður. 15 26.3.1993 703 227 32 Sandabrúnir út af Hellissandi. 33 15.7.1993 81 8 10 Svörtuloft-Snæfellsnes. 34 15.7.1993 281 28 10 Öndverðanes-Snæfellsnes 35 15.7.1993 85 15 18 Skarðsvík-Snæfellsnes. 36 15.7.1993 205 19 9 Grundarfjörður 74 12.4.1995 701 177 25 5 3 60 Grundarfjörður 115 3.5.1996 70 22 31 6 3 50 Við Ólafsvík (á Víkinni) 116 3.5.1996 127 46 36 13 7 53 Grundarfjörður. 134 5.4.1997 118 3 2,5 Alls merkt 1993 og endurheimt fram tí 31. des 1997 1355 297 22 Alls merkt 1995 og endurheimt fram til 31 .des 1997 701 177 25 5 3 60 Alls merkt 1996 og endurheimt fram til31.des 1997 197 68 35 19 10 53 Alls merkt 1997 og endurheimt fram til 31 .des 1997 118 12 10 Alls merkt ,93 til 97 og endurheimt fram til 31 .des 1997 2379 554 23 24 13 54 lítið gat á þunnyldi, merkinu stungið inn í kviðarholið og saumað fyrir. í þessum tilfellum var einnig merkt með venjulegu merki við fremri bakugga en slíkt kallast tvímerking. Með Breiðafjarðarsvæðinu er hér átt við svæðið innan fjarðarins og miðin út af firðinum innan punktalínu eins og er sýnt er á mynd 1. Merkingarstað- ir í Breiðafirði eru sýndir á mynd 5a. Skipta má merkingunum í tvo hluta eftir því hvort merkingin beindist að kynþroska þorski á hrygningarstöðv- um eða ókynþroska þorski á uppeld- isslóð. Tekin voru kvarnasýni úr þeim afla sem merkt var úr og kynþroska stig þorsks í merkingu ákvarðað um leið. Merkingarstaðir fyrir hrygningar- þorsk voru í Grundarfirði (1993 og frá 1995 til 1997) og út af Ólafsvík (1996). Þekkt hrygningarsvæði þorsks í Breiða- firði eru raunar mun víðar eins og kemur fram í þessari grein. Ókynþroska þorskur var merktur ut- arlega við Snæfellsnes (Öndverðanes, Svörtuloft, í Skarðsvík og Sandabrún- ir). 26 AGIR --------------------------- Ekki skal fullyrt að Grundarfjörður- inn sé dæmigerður fyrir Breiðafjörð- inn í heild hvað atferli þorsksins snert- ir. Ástæða fyrir því að lögð var áhersla á Grundarfjörð sem merkingarstað, var að hann er-vel afmarkað svæði landfræðilega, en það var talið æski- legt við athuganir á tryggð við hrygn- ingarsvæði. Þar er auðvelt að ná hrygningarþorski á grunnu vatni með dragnót en hún gefur yfirleitt góðan árangur þegar merkja á þorsk. Að auki virðist mjög lítið um ókynþroska fisk inni á Grundarfirði en mun erfiðara er að túlka merkingar þar sem bæði ókynþroska og kynþroska fiskur er merktur. Lögð var áhersla á mikinn fjölda í merkingu til þess að marktæk- ar niðurstöður fengjust frá þessu svæði yfir útbreiðslu endurheimta eftir mán- uðum. í töflu 3 er yfirlit yfir merkingarnar. Langmest var merkt í Grundarfirði, eða alls 1634 þorskar. Merkingar með tilraunarnúmer 33 til 36 voru á ókyn- þroska þorski við utanvert Snæfells- nes. í töflunni eru venjuleg merki kölluð v-merki og rafeindamerki r- merki. Endurheimtur úr þorskmerkingum ■ Breiðafirði Fjöldi endurheimta úr einstökum merkingum er sýndur í töflu 3. Sjá má að endurheimtuhlutfall á venjulegum merkjum er í heild um 23%, á kyn- þroska fiski um 30%, en 10-20% í merkingum á ókynþroska fiski. í merkingartilraunum þar sem notuð eru saman venjuleg merki og rafeinda- merki eru endurheimtuhlutföll 30% á venjulegum en 54% á rafeindamerkj- unum (tafla 3). Þar sem rafeindamerki eru í raun hluti af heildarmerkingu með venjulegum merkjum ætti sama hlutfall í endurheimtum að vera á þeim og venjulegum merkjum. Útbreiðslukort yfir staðsetningar endurheimta, jafnt hefðbundinna merkja og rafeindamerkja, sýna að einhverju leyti útbreiðslu merktra fiska. Gæta verður að því að merkin endurheimtast aðeins þar sem ein- hverjar veiðar fara frarn og einnig að ónákvæmni getur verið í upplýsing- um. Mikil áhersla hefur verið lögð á það undanfarin ár að fá sem bestar upplýsingar með endurheimtum, sér- staklega veiðidag og staðsetningu. Sá

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.