Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1998, Page 22

Ægir - 01.04.1998, Page 22
Þorskurinn í Breiðafirði Aðalefni þessarar greinar eru þorskmerkingar í Breiðafirði árin 1993 til 1997 og endurheimtur úr þeim fram til ársloka 1997. Þœr voru unnar undir stjórn Vilhjálms Þorsteinssonar, fiskifrœðings. Lögð var áhersla á að merkja hrygnandi þorsk á lirygningarsvœðum, aðallega í Grundarfirði, en einnig voru gerðar tilraunir með að nota rafeindamerki til að athuga nánar atferli kynþroska jtorsks. íþessari grein er aðallega fjallað um merkingar með hefð- bundnum aðferðum, en fjallað verð- ur um niðurstöður rafeindamerking- anna síðar. Til að fá samanburð við eldri merkingar er einnig fjallað um þorskmerkingar fóns fónssonar í Hafrannsóknir Breiðafirði á tímabilinu frá 1948 til 1986. Lögð er áhersla á mikilvægi Breiða- fjarðar fyrir hrygningu og uppeldi þorsks. Vitnað er til upplýsinga frá Fiskifélagi íslands um vertíðarafla í Breiðafirði og hann borinn saman við vertíðarafla á öðrum svæðum. Upp- lýsingar um árlega útbreiðslu á þorsk- veiði í net í Breiðafirði og útbreiðslu hrygnandi þorsks eru fengnar úr afla- Höfundar eru þeir Vilhjálmur Þorsteinsson, Höskuldur Björnsson, Jón Sól- mundsson og Guðjón Ingi Eggertsson, starfsmenn Hafrannsóknarstofnunarinnar. dagbókum sjómanna og úr svokölluðu Netaralli. Þorskveiðar á vetrarvertíð í Breiðafirði Töluverðar heimildir eru til um þorsk- gengd í Breiðafirði. Lúðvík Kristjáns- Netaafli janúar-maí 1991-1997 tonn/fermílu Dragnótarafli 1996 tonn/fermílu Mynd 1. Afli í net í janúar-maí 1991-1997 og afli í dragnót í janúar-maí 1996. Friðttnarlína úr Eyrarfjalli í Skor er sýnd á myndinni. Bogin punktalína frá Snœfellsnesi í Bjargtanga afmarkar svœðið sem notað er til að reikna aflann í Breiðafirði út frá afladagbókum. 22 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.