Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1998, Side 16

Ægir - 01.04.1998, Side 16
rýmum þannig frjóseminni og kom- um í veg fyrir að nægileg frjósemi við- haldi sæmilegum árgöngum undir sterkum og við getum lent í vítahring, eins og ég tel að gerst hafi við Ný- fundnaland," segir Sveinbjörn. Hann segir að ef litið sé á þorsk- stofn sem átveru í sjónum þá megi horfa á hann sem marga stofna vegna þess að þorskstofninn spanni mjög mikið svið í vistkerfinu. Skilyrði fyrir fisk í stofn- inum séu mjög mismun- andi en Sveinbjörn telur að þorskstofninn sjálfur hafi innbyggð tæki frá náttúrunnar hendi til að bregðast við sveiflum. „Það má eiginlega segja að þekking okkar hafi verið byggð á röng- um forsendum. Við mænum of mikið á skammtímavöxt stofna í heild en horfum framhjá hringrás lífsins, sem hlýt- ur að vera frumforsenda vaxtar. Hoidsköpun vegna frjósemi er oftast miklu mikilvægari og meiri en holdsköpun 3-4 ára nýliða. Það ráð Isem við höfum notað til stýringar og verndar byggist á „bíómassa"hugsun og þeirri reglu að ef eitthvað er of lít- ið, eða að minnka hættulega, þá skuli taka minna af því. Sú regla er auðvitað rétt en hún er hins vegar ekki það ráð sem menn nota ef þeir kunna betur. Ef ég tek samanburðardæmi úr landbún- aðinum þá finnst mér að þessu mætti líkja við að bændur sem hefðu fjárhús eða fjós notuðu þá aðferð við slátrun að skjóta í myrkri en hleyptu bara af færri skotum ef hjörðin væri orðin hættulega lítil. Ég segi einfaldlega að við höfum notað frumstætt neyðarráð til að sporna við minnkandi þorskstofni, þ.e. að taka einfaldlega minna úr stofninum. Ég er þeirrar skoðunar að við hefðum getað náð tökum á stofn- þróuninni á 9. áratugrium miklu hrað- ar með öðrum aðferðum og það hefði jafnvel viðhaldið framleiðslu stofns- ins. Við töpuðum 70 milljón nýliðum í framleiðslu stofns árlega vegna vit- lausra viðbragða við góðum árgöngum sem voru búnir til áður en kvótakerfið komst á, þ.e. '83 og '84. Árin 1986 til 1988 tel ég að gerð hafi verið regin- mistök í fiskveiðistjórnun þegar við vorum að vernda tvo nýliðaárganga upp á 3-500 þúsund tonn, hvorn um sig. Við vorum með skyndilokanir til að vernda þá og allt á fullu við að reyna að koma í veg fyrir að tekið væri af þeim af því að okkur langaði til að sjá þessa árganga vaxa. Líklega hafa þessir árgangar verið búnir að fullnýta sitt lífríki, til dæmis hef ég trú á að vegna þrengsla í sjónum við Austfirði þá hafi hluti af stofninum þar leitað austur á bóginn til Færeyja. En þessir tveir sterku árgangar komu, með sam- keppni og afráni, í veg fyrir að þriðji stóri árgangurinn gæti byggst upp og á sama tíma vorum við búnir að ganga tölvuvert á þann stofn sem bjó þessa stóru árganga til," segir Sveinbjörn og leggur áherslu á þá skoðun sína að fiskveiðistjórnun eigi ekki síður að snúast um eðli frá náttúrunnar hendi, en stofnstærðir og heildarveiðar. Eigum að veiða meira af því sem mikið er „í okkar lokaða kerfi þá erum við að drepa tonn af stórfiski fyrir það tonn af smáfiski sem við verndum. Mín til- finning er sú að við eig- um að veiða meira af því sem mikið er af til þess að geta hlíft því sem lítið er af. Eftir að hafa skoðað þessi mál fram og aftur eru í mínum huga mjög litlar efasemdir um þetta atriði. Þó er einn óvissu- þáttur sem mér finnst ástæða til að komi fram og hann er sá að þær sveiflur sem stofn býr til, og við höfum alltaf verið að auka, kunna að vera vistfræðilega skynsamleg- ar. Með öðrum orðum að þorskstofn þurfi að hegða sér á þennan hátt til að gefa undirtegundum sín- um möguleika, þ.e. fá loðnuna og rækjuna upp eftir að þorskstofninn er orðinn svona ráðandi. Þarna liggur eina óvissan í mínum huga fyrir þessari kenningu sem ég nefndi. Ég get ekki séð að það sé tæknilega erfitt að hætta að vernda smáfisk ef mælingar sýna okkur að það sé mjög mikið af honum. Ef ég tek fallegt jóla- tré sem hliðstæða mynd þá vil ég að greinarnar séu sniðnar að þeirri mynd sem við teljum eðlilegast og viljum sjá og að ein og ein grein fái ekki að vaxa og varpa skugga á aðrar. Stór árgangur hindrar vöxt þeirra sem undir honum eru og barátta þeirra í vistkerfinu verð- ur hörð. Margt sem sjómenn eru að sjá þessa dagana hér við land finnst mér styðja þetta því þeir segja stórfiskinn vel haldinn og að hann sé að éta smá- „Get ekki séð," segir Sveinbjöm Jónsson, „að það sé tœknilega erfitt að hcetta að verncia smáfisk ef mœlingar sýna okkur að það sé mjög mikið afhonum." 16 AGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.