Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1998, Blaðsíða 25

Ægir - 01.04.1998, Blaðsíða 25
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI leiðöngrum eru 12 þorskar af hverri stöð aldursgreindir, vigtaðir og kyn- þroskagreindir. í Breiðafirðinum í heild voru um 60% af þorski sem fengust í Netarallinu kynþroska. Allir þorskar sem fengust í Grundarfirði voru kynþroska. Á þeim tima sem Net- arall var í gangi í apríl 1996 og 1997, var talsvert af þessum þorski hrygn- andi, mest þó á Flákanum. Þessar nið- urstöður sýna að Breiðafjörðurinn er bæði uppeldis og hrygningarsvæði þorsks. Mynd 2 sýnir dreifingu stöðva í Netarallinu 1996 og 1997. Mismunur í afla á sóknareiningu, í þessum leið- öngrum, er sýndur þannig að meðal- afli í trossu er táknaður með mismun- andi lit. I Breiðafirðinum sýnir þessi mynd mestan afla á sóknareiningu við norðanvert Snæfellsnesið bæði árin og reyndar mestan í Grundarfirðinum. Samkvæmt mynd 1 er mesta veiðin hins vegar á Flákanum og út af Olafs- vík. Þorskmerkingar í Breiðafirði 1948 - 1986. Á árunum 1948 til 1986 voru merktir um 3000 þorskar á Breiðafjarðarsvæð- inu (Jón Jónsson 1996). í heild voru um 96000 þoskar merktir hér við land á þessu tímabili, þar af um 30000 á Faxaflóasvæðinu og 8000 á svæðinu frá Reykjanesi að Vestmannaeyjum, aðallega á Selvogsbanka á hrygningar- tíma. Eina merkingin í Breiðafirði sem Jón Jónsson lýsir, er merking út af Ólafsvík í lok mars 1963. Þar voru 379 þorskar merktir, bæði kynþroska og ókynþroska, og endurheimtust 70 af þeim eða um 18%. Mynd 3 sýnir fjög- ur útbreiðslukort yfir endurheimtur úr þessari merkingu. Útbreiðsla endur- heimta er sýnd sem fjöldi innan reits samkvæmt því kerfi sem Tilkynningar- skylda íslenskra skipa notar. Talan 13 á mynd 3 yfir endurheimtur í apríl og maí 1963 á við endurheimtur út af Ólafsvík, sem eru allar fengnar nálægt merkingarstað. Árin á eftir eru endur- Mynd 3. Dreifiiig endurheimta úr merkingu við Ólafsvík 30 mars 1963. heimturnar fengnar bæði á Breiðafirði, í Faxaflóa og sunnan við Reykjanes. Jón Jónsson (1996) álítur þorskinn á þessum slóðum vera á gönguleið ann- að hvort til hrygningarstöðva við Suð- vesturland eða að koma frá þeim. Athyglisvert er að skoða Breiðafjarð- armerkingar Jóns Jónssonar í sam- hengi við aðrar merkingar sem hann framkvæmdi á sama tímabili. Hann merkti á þessum tíma tæplega 8000 hrygningarþorska (gotunga) á hefð- bundnum hrygningarsvæðum þorsks á svæðinu frá Reykjanesi að Vest- mannaeyjum, einkum á Selvogsbanka. Þær merkingar sýna tryggð við hrygn- ingarsvæði þar sem hlutfallslega mest af endurheimtum, sem fást í mars og apríl, koma fram á merkingarstað. Á öðrum tíma ársins, þ.e. utan hrygn- ingartíma, fást endurheimtur síðan á beitarsvæðunum sem eru aðallega út af Vestfjörðum. Einnig endurheimtast merki á gönguleið þessa þorsks, þar á meðal í Faxaflóa. Inni á Breiðafirði fást tiltölulega fáar endurheimtur úr þess- um merkingum. í Faxaflóa og Faxaflóamiðum voru á þessu tímabili merktir rúmlega 30000 þorskar. Jón Jónsson (1996) segir nið- urstöður þessara tilrauna benda til að auk þess sem þorskur frá hrygningar- svæðinu sunnan við Reykjanes fari um Faxaflóasvæðið á leið til og frá hrygn- ingu, sé þar einnig talsvert af stað- bundnum þorski. Þorskmerkingarnar í Breiðafirði 1993 til 1997 Markmið þessara tilrauna var einkum að afla upplýsinga um útbreiðslu og far þorsks í Breiðafirði á mismunandi tímum árs og tryggð hrygningarþorsks þar við hrygningarsvæði. Önnur markmið voru meðal annars athugan- ir á vexti og dánartíðni þorsks á þessu svæði en ekki verður fjallað um þær niðurstöður hér. Merkin sem notuð voru í þessum merkingartilraunum voru í fyrsta lagi þau sem kalla mætti hefðbundin eða venjuleg, í þessu tilfelli akkerismerki (slöngumerki) frá Floy Tag og í öðru lagi rafeindamerki sem skrá hita í nán- asta umhverfi þorsksins og það dýpi sem þorskurinn er á við hverja mæl- ingu. Merkt var á þann hátt að venju- leg merki voru fest með merkinga- byssu við fremri bakugga. Þegar merkt var með rafeindamerkjum var skorið ----------------------AGiIR 25

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.