Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1998, Blaðsíða 5

Ægir - 01.05.1998, Blaðsíða 5
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Bjarni Kr. Grímsson, fiskimálastjóri: Menntun í sjávarútvegi ftir leiðara minn í marsblaði Ægis um fiskvinnslu á ís- landi fékk ég bréf frá nem- endum í Fiskvinnsluskólan- um. Þar er sett ofan í við mig vegna þess að ég notaði orðið fisk- iðnaðarmaður og taldi eðlilegt að taka það upp á hliðstæðan hátt og orðið kjötiðnaðarmaður er notað í þeirri grein. Ég hef komið að fiskvinnslu beint og óbeint um langt árabil og geri mér grein fyrir að Fiskvinnsluskólinn hefur útskrifað fiskiðnaðarmenn frá upphafi og einnig fisktækna. Umfjöll- un mín var ekki á þann veg að ég vildi gera lítið úr námi við Fiskvinnsluskól- ann heldur vildi ég beina því að mönnum að enginn starfaði við fisk- vinnslu án þess að hafa til þess faglega menntun, þ.e. vera fiskiðnaðarmaður. Á undanförnum árum hefur öll menntun snúist um að koma upp millistjórhéndum og er beinlínis talað um að þeir sem útskrifist frá Fisk- vinnsluskólanum, sem fiskiðnaðar- menn, verði verkstjórar og matsmenn og svo hefur verið raunin. Nemendur sem hafa útskrifast úr Fiskvinnsluskól- anum hafa flestir orðið verkstjórar í fiskvinnslu og síðar hafa margir þeirra orðið aðalstjórnendur fyrirtækja í sjáv- arútvegi. Fyrirtækja sem snúa bæði að veiðum og vinnslu, svo og hefur þetta fólk farið til starfa í sölufyrirtækjunum og ætla ég að fáir skólar geti státað af slíku hlufalli af nemendafjölda í topp- stjórnunarstöðum í sjávarútvegi og Fiskvinnsluskólinn. Það sýnir að vega- nestið sem skólinn hefur lagt þeim til er gott. Hins vegar er það bjargföst skoðun mín, að vinna þarf markvissar að grunnmenntun í fiskvinnslu og þá þannig að þar starfi einungis fag- menntað fólk innan nokkurra ára. Á ári hafsins hefur sjávarútvegsráð- herra beitt sér fyrir ýmsum viðburðum til að vekja athygli á málefnum sjávar- útvegsins. Einn þessara viðburða var ráðstefna sem Háskólinn á Akureyri skipulagði um menntun í sjávarútvegi. Hún var haldin á Akureyri 17. apríl 1998 og varð fjölsótt. Ábótavant var þó við skipulagningu ráðstefnunnar að lítið var komið inn á menntun sjó- manna. Áherslan var aðallega á menntun í fiskvinnslunni, en það er líka gott, því þar er þörfin greinilega mest og skipulagið ekki upp á marga fiska. Sjómennirnir hafa hins vegar þurft í marga áratugi að fara í gegnum réttindanám bæði til skipstjórnar og vélstjórnar. í þeim efnum má alltaf gera betur og verksvið sjómanna er stöðugt að aukast. Menntun til starfa í fiskvinnslu hér á landi, er fyrst og fremst til starfa í tæknilegum málum og stjórnun. Þannig eru menntaðir bæði milli- stjórnendur og aðalstjórnendur og er þessi menntun á framhaldsskólastigi og háskólastigi. Grunnmenntun utan almenna skólakerfisins, til starfa í fisk- vinnslu, er nánast ekki til. Þó er í boði á vegum starfsfræðslunefndar fisk- vinnslunar 40 stunda námskeið sem gefur titilinn „sérhæfður fiskvinnslu- maður" og veitir hækkun í launum. Þetta námskeið er samkvæmt kjara- samningum og ber þess greinileg merki, þó margt sé þar vel gert og fólk fari um margt fróðara af námskeiðinu. Þá er áberandi mikill hugtakarugl- ingur á starfsheitum innan sjávarút- vegsins og fær nemandi sem útskrifast eftir tveggja ára nám á Dalvík titilinn „sérhæfður fiskvinnslumaður", en þann sama titil fær verkamaður sem fer á 40 stunda námskeið. Fiskiðnaðar- maður er heiti frá Fiskvinnsluskólan- um og einnig voru útskrifaðir þaðan fisktæknar á árum áður. Þá eru menn titlaðir sjávarútvegsfræðingar eftir eins árs endurmenntunarnámskeið hjá Há- skóla íslands, en sami titill er notaður eftir fjögurra ára nám við Háskólann á Akureyri. Þetta eru bara lítil dæmi um þann rugling sem er í menntuninni og sýnir þörfina á að taka til hendi við að samræma menntunina og starfsheitin. Það er mikið verk framundan að vinna að samræmdri menntun í sjávar- útvegi, verk sem varla er byrjað á en verður að taka föstum tökum. Vinna verður hratt þannig að íslensk fyrir- tæki standi í fararbroddi í alþjóðlegum sjávarútvegi. Og það gerum við ekki nema til sé hér innanlands vel mennt- að starfsfólk, bæði í almennum störf- um á gólfinu og í stöðum tækni- manna, markaðsmanna og stjórnenda. ÆGIR 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.