Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1998, Blaðsíða 20

Ægir - 01.05.1998, Blaðsíða 20
A iiwlt. ieÍGÍp Jón V. seldur Vinnslustöðin hf. í Vest- mannaeyjum seldi á dögunum togarann Jón V. til Namibíu. Par í landi mun skipið stunda veiðar fyrir Seaflower Whitefish Corporation sem er dótturfyrirtæki Islenskra sjávarafurða hf. Togarinn var seldur á um 70 milljónir króna. í breytingu til Spánar Enn eitt fiskiskip flotans mun taka veigamiklum breytingum á næstu mánuðum. Patreksfjarðar- skipið Núpur BA fór á dögunum til Spánar en þar verður það lengt um sex metra, ný aðalvél sett í skipið, vistarverum skipverja breytt, auk annarra minni lagfæringa. Tilboð frá Spáni reyndist lægst en íslensku til- boðin í verkið reyndust mun hærri. Grandi kaupir bolfisklínu Grandi hf. hefur gert samning við Marel hf. um kaup á nýjum vinnslubúnaði sem settur verður upp á Norðurgarði. Grandi fær þar með sambærilegan búnað í hús sitt og hefur verið settur upp hjá Snæfelli á Dalvík og Útgerðarfélagi Akureyringa. Vinnsla í þessum tveimur húsum hefur komið mjög vel út á undanförnum mánuðum. Jafnframt betri nýtingu á hráefni hafa afköst aukist umtalsvert. Byr VE breytt í túnfískveiðiskip ✓ 'Tsleiuliiigar eignast í sumar sitt JL fyrsta sérútbúna túnfiskveiðiskip. Þá kemur línuskipið Byr VE lír breyt- ingum í Póllandi ett þar verður skip- inu breytt sérstaklega til ttínfisk- veiða. Skipið er nýfarið til Póllands og munu breytingarnar kosta utn 120 tnilljónir króna. Mikið var fjallað um veiðar jap- anskra túnfiskveiðiskipa í íslenskri landhelgi á síðasta hausti en þar fengu skipin ágætan afla. Byr VE gerði til- raunir við þennan veiðiskap en hafði lítinn árangur. Samt sem áður þótti út- gerðarmönnum skipsins full ástæða til að láta á þennan veiðiskap reyna betur, enda eiga túnfiskveiðarnar að vera mjög arðvænlegar ef vel gengur. Settur verður sambærilegur búnaður í Byr VE eins og er í japönsku túnfisk- veiðiskipunum, þ.e. veiði- og frysti- búnaður. Miklu skiptir að hafa öflugan frystibúnað um borð enda túnfiskur- inn mjög stór og ræður frystingin úr- slitum um hvernig til tekst með afurð- ina. Nýr hausari frá Landssmiðjunni Landsstniðjati hf. hefur sett á tnarkað nýjagerð afliausara fyrir fiskvinnslur og telur fyrirtœkið að hann geti aukið flakanýtingu uin 2-3,5%. Hausarinn hefur þegar verið sýndur erlendis, þ.e. á sjávarútvegssýningunni í Brussel sein haldin var nýverið. Nýi hausarinn er endurgerð af JAT- hausara þar sem er stuðst við einkaleyfi Jóns A. Pálmasonar, upp- finningamanns. Notuð er svokölluð augnpinnastýring til að stýra nákvæm- lega skurði hnífanna. Með aukabúnaði við hausarann er hægt að skera úr fiskhausnum fés, klumbur og kinnar. Þetta mun vera nokkurt nýmæli í hausurum. 20 MGiiíí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.