Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1998, Blaðsíða 51

Ægir - 01.05.1998, Blaðsíða 51
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI rúmgóður þrekklefi með sauna og sturtu. Fremst stjórnborðsmegin er verk- stæði með útgöngu upp á aðalþilfar og fram eftir skipinu undir aðalþilfari um sérstakan gang. Þar fyrir aftan eru tveir snyrtiklefar og þvottaaðstaða, þá þrír tveggja manna klefar og aftast er stýr- isvélarúm. Miðskips eru tveir tveggja manna klefar auk vélareisnar, stiga- húss og ganga. Fremst á efra þilfari í þilfarshúsi er sambyggð setu- og borðstofa sem nær út í bakborðssíðu. Þar aftan við eru eldhús og matvælageymslur sem skipt- ast í kæli-, frysti- og þurrgeymslu. Aft- ast er C02 klefi sem opnast út á báta- þilfar. Stjórnborsðmegin aftarlega er rúmgóð stakkageymsla með snyrtingu. Innganga í hana er annars vegar frá bátaþilfari að aftan og hins vegar úr stjórnborðsgangi. Miðskips er sjúkra- klefi og þar fyrir framan er símaklefi Helstu mál og stærðir Aðalmál í dag í upphafi Mesta lengd (Loa) 55,51 m 37,49 m Breidd 10,00 m 7,60 m Dýpt að neðra þilfari 4,60 m 3,95 m Dýpt að efra þilfari 7,00 m Rými og stærðir Eiginþyngd 946 tonn Lestarrými 1160 m3 Brennsluolíugeymar 124,3 m3 Ferskvatnsgeymar 174,7 m3 Mæling Brúttórúmlestir 566,1 293,0 Brúttótonn 949 Nettótonn 303 Rúmtala 2258,6 m3 1018,3 m3 Aflvísir 4698 Áætluð bryggjuspyrna 25 tonn Skipaskrárnúmer 1012 1012 Ganghraði í reynsluferð 14 sjómílur Langur ferill Arnar KE Skipið er nýsmíði númer 72 frá skipasmíðastöðinni Ankerlökken Verft í Florö í Noregi árið 1966 og var afhent í júlí sama ár. Skipið hefur borið sama nafn frá upphafi. Fyrst Örn RE 1, eigandi var Hið Almenna Fiskveiðihlutafélag í Reykjavík. Næst er skipið Örn SK 50, eigandi var Nöf h.f. á Hofsósi. Þá næst Örn KE 13, eigendur Þorsteinn og Örn Erlingssynir og í dag er hlutafélag um reksturinn, Sólbakki ehf. Breytingar sem áður hafa verið gerðar á skipinu eru þessar helstar. Árið 1976 var skipið lengt um fjóra metra og byggt yfir aðalþilfar þess frá hvalbak að yfirbyggingu að aftan. Ný aðalvél, gír og skrúfubúnaður var sett í skipið 1977. Aðalvél var stækkuð úr 800 hestafla Lister Blackstone í 1450 hestafla Alpha Diesel. Ný brú ásamt þilfarshúsi var sett á skipið árið 1986. Árið 1987 var skip- ið enn lengt um sex metra, skuti breytt og perustefni sett á skipið ásamt bakka. Skrokkur Arnar var endurnýjaður á árinu 1996. Smíðað var nýtt framskip og það tengt við gamla hluta skipsins. Nýi framhlutinn er lengri, breiðari og dýpri en sá sem fyrir var. Utan á gamla skrokkhlutann voru smíð- aðar nýjar síður og nýr skutur. Lestarrýminu er skipt í þrjú megin rými með þverskipsþiljum, sem hverju er skipt með langskipsþiljum í þrjú hólf. Lestarnar eru alls níu hólf sem ná frá botni og upp að efra þilfari einangr- uð með polyurethan og klæddar með ryðfríu stáli. Stjórnborðsmegin fyrir miðju skipi á neðra þilfari liggur gangur á milli fram- og afturskips. í miðjum ganginum er komið fyrir rými fyrir fisklosunarbúnaðinn og vacum- dælukerfi. Fiskilestar skipsins eru gerðar fyrir geymslu á fiski sem kældur er með ís. ísinn blandast aflanum um leið og honum er komið fyrir í lestunum. Skipinu var lýst allítarlega í 10 tbl. Ægis árið 1996. ÆGffi 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.