Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1998, Blaðsíða 24

Ægir - 01.05.1998, Blaðsíða 24
störfum, heldur einungis með fækkun starfsmanna." Sjávarútvegurin hefur ýtt undir fjölgun starfa í þjónustunni Gunnlaugur víkur einnig að hags- munabaráttu samtaka launafólks í þessu sambandi og segir að hún hafi ekki verið í takt við almenna þróun í rekstrarumhverfi og hindrað eðlilega framþróun greinarinnar. „Veiðar og vinnsla hafa verið að tæknivæðast hratt á undanförnum árum og það hefur leitt til fækkunar starfa í þessum greinum. Það hefur og verið algengt í þróaðri löndum heims að störfum við frumframleiðslu hefur fækkað en störfum í ýmsum þjónustu- greinum aftur á móti fjölgað. Með fjárfestingum í nýrri tækni, sem ég endurtek að eru reyndar ekki í öllum tilvikum skynsamlegar, þá hafa sjávar- útvegsfyrirtæki verið að ýta undir fjölgun starfa í ýmsum greinum sem þjónusta sjávarútveginn og aðrar greinar. Fjárfestingar í vél-, tækja- og hugbúnaði hafa verið miklar, þar sem oftar en ekki hefur þurft að leggja í kostnaðarsama þróunarvinnu hjá við- komandi söluaðilum. Reyndin hefur líka verið sú að ýmsir þjónustuaðilar sjávarútvegs hafa á undanförnum árum leitað út fyrir landstein- ana með sínar framleiðsluaf- urðir í kjölfar áralangrar starf- semi á hinum litla heima- markaði, þar sem framleiðslan hefur verið í mótun," segir Gunnlaugur Hver á að borga? Sú stóra spurning er áleitin hvernig skipta eigi kostnaðin- um við tækniuppbyggingu fyr- irtækjanna og hvernig hagræðing eigi að skila sér til starfsmanna og hvenær. Gunnlaugur bendir á að við ákvarðan- ir um kaup á nýrri tækni sé litið til þess að hún skili sér í auknum tekjum, í formi bættra afkasta eða betri nýting- ar, eða þá lækkun rekstrarkostnaðar. „En mér finnst að viðbrögð samtaka launafólks gagnvart þessari þróun hafi aftur á móti verið óskynsamleg. Ork- an hefur farið í að krefjast endurgjalds til starfsmanna fyrir þá hagræðingu sem fjárfestingin skilar, þrátt fyrir að það sé fyrirtæksins að taka á sig kostn- að við fjárfestinguna. Reyndin hefur lengi verið sú að fjárfesting á t.d. fiski- skipum, sem leiðir til léttari starfa og gefur möguleika á fækkun í áhöfn á skipi, leiðir til hækkunar launakostn- aðar miðað við sömu aflaverðmæti. Áhersla launþegasamtakanna ætti fremur að liggja í að tryggja endur- menntun starfsfólks til að geta þjónað nýjum þörfum vinnuveitenda, nýjum þörfum sem skapast vegna hinnar nýju tækni, hinna nýju krafna kaup- enda eða annarra breyttra aðstæðna í rekstrarumhverfi. Fyrir þá þekkingu er síðan nauðsynlegt að eðlilegt endurgjald komi." „Slæm og góð gæði" Hafi eitthvert orð í atvinnulífinu verið meira tískuorð en annað á undanförnum árum þá er það hugtakið gæðastjórnun. Gunn- laugur bendir á að hún hafi þró- ast sem sjálfstæð fræðigrein og nú sé rætt um mikil eða lítil gæði, rétt eða röng gæði og sem dæmi um sjálfstæði orðsins „gæði" þá sé jafnvel talað um góð eða slæm gæði. Hann bendir á að sjávarút- vegurinn hafi ekki farið varhluta af þessari umræðu, fremur megi tala um að hann hafi verið í fararbroddi þess- arar byltingar hérlendis. „ Viðbrögð samtaka launafólks gagnvart tœkniþróuninni í fiskvinnslunni hafa verið óskynsamleg." 24 M3ÁIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.