Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1998, Blaðsíða 12

Ægir - 01.05.1998, Blaðsíða 12
Sameiningin við Meitilinn erfið Meitilsmálið segir Sighvatur að hafi verið öllu erfiðara fyrir Vinnslustöðina en ÍS/SH málið og beinlínis skaðað Vinnslustöðina um tíma. Mikil and- staða hafi verið í Þorlákshöfn gegn Vinnslustöðinni og gríðarleg tor- tryggni gagnvart henni. „Það voru sömu aðilar í eigenda- hópum fyrirtækjanna og augljóslega ástæða til að reyna að ná meiri arð- semi út úr starfseminni með samein- ingu. Andstaðan í Þorlákshöfn tafði fyrir árangri í verkefninu en í dag held ég að sé að skapast skilningur á því að við ætlum að vera með vinnslu í Þor- lákshöfn. Við höfum nýverið markað okkur landvinnslustefnu þar sem bol- fiskvinnsla verður grunnur í starfsemi Vinnslustöðvarinnar og frumvinnslan í Þorlákshöfn verður mjög mikilsverð- ur hlekkur í henni. Við gerðum samn- inga við verkalýðsfélög um þessa vinnslu og ég finn ekki annað en allir séu að vinna sameiginlega að sama marki. Vafalítið mættum við andbyr vegna þess að það var engin hefð fyrir því að fyrirtæki í Vestmannaeyjum kæmi með þessum hætti upp á land en ég held að það sé ekki bara fólk uppi á landi sem sættir sig illa við það heldur og líka hér í Vestmannaeyjum. í mín- um augum er Vinnslustöðin ósköp einfaldlega íslenskt sjávarútvegsfyrir- tæki sem hefur það að markmiði að hagnast og hvað sem menn segja um árangur okkar í þeim efnum að und- anförnu þá erum við að vinna okkur í þá stöðu að skila arði til hluthafanna." Fólki á að gefast kostur á að fjárfesta í sjávarútvegi Sighvatur hefur verið mjög áberandi í fjölmiðlaumræðunni á undangengn- um árurn, bæði vegna mála sem tengj- ast Vinnslustöðinni og einnig vegna skoðana sinna á málefnum sem varða greinina en oft eru þær ekki í sama dúr og fjölda kollega hans. Hann seg- ist ekki taka það nærri sé þó hann fái opinbera gagnrýni enda reyni hann að vera trúr sinni sannfæringu. Stjórn- endur hlutafélaga á markaði verði líka að sætta sig við harða opinbera um- ræðu. „Ég hef stundum hugsað sem svo að það hefði verið á margan hátt ein- faldara að fást við málefni Vinnslu- stöðvarinnar ef við hefðum ekki verið á verðbréfamarkaði. Mín lífsskoðun er hins vegar sú að sjávarútvegsfyrirtæki af þessari stærðargráðu eigi að vera á markaði þannig að almenningur geti eignast hlut í þeim. Þannig getur fólk tekið þátt í þeirri mikilvægu grein sem sjávarútvegurinn er." Sighvatur er heldur ekki hræddur við að viðurkenna að honum geti snú- ist hugur og nefnir í því sambandi að fyrir hálfu öðru ári hafi hann ekki séð fyrir sér framtíð í bolfiskvinnslu þó að í dag hafi Vinnslustöðin markað sér þá stefnu að leggja grunninn að starfsem- inni með bolfiskvinnslu en líta fremur á loðnu og síld sem ákveðna happ- drættisvinninga þar sem ágóðinn geti verið mikill eitt árið en tap annað. „Vinnsiustöðin hefur líka haft þá sérstöðu að hafa gert mikið af því á undanförnum árum að kaupa og selja skip og þrátt fyrir að margir telji það eitthvert taugaveiklunarmerki í rekstr- inum þá er staðreyndin sú að þetta var meðvituð stefna með það að mark- miði að græða peninga á kaupum og sölum skipa og það hefur tekist. Það hefur verið söluhagnaður á skipum á hverju einasta ári og þetta er einfald- lega hluti af starfsemi fyrirtækisins. Markmið okkar er að vera með flota sem er um leið mjög seljanlegur og við erum alltaf tilbúnir til að selja skip þegar gott tækifæri gefst. Það er alltaf hægt að kaupa skip í staðinn." Erum að hækka raunveruleg vinnulaun Breytingarnar hjá Vinnslustöðinni, sem miða að uppbyggingu landvinnsl- unnar, segir Sighvatur vera að byrja Óvænt gerður að r__ stjórnarformanni SIF Sighvatur Bjarnason varð óvænt stjórnarformaður SÍF á fyrsta hlut- hafafundi eftir að fyrirtækinu var breytt í hlutafélag. Þetta verkefni segir Sighvatur að hafi verið tíma- frekt en gífurlega lærdómsríkt enda sé uppbygging SIF mikil, bæði hér á landi og ekki síst erlendis. „Þegar stjórnarformennskan í SÍF bættist við mikla vinnu í Vinnslu- stöðinni þá gefur auga leið að það er ekki mikill tími aflögu. En ég fæ mikið út úr því að taka þátt í upp- byggingu SIF og oft kvikna í því starfi hugmyndir sem nýtast við upp- byggingu Vinnslustöðvarinnar.“ að skila árangri. í Þorlákshöfn segir hann að vanti aðeins 10% uppá að þeim árangri verði náð með vinnu- tímabreytingunni sem ætlunin var og með samningum um breytingar í Vest- mannaeyjum, sem þegar hafa verið gerðir við verkalýðsfélög, segir hann að sama verði uppi á teningnum þar. Af fullum þunga eigi nýja land- vinnslustefnan að skila sínum árangri inn í rekstur Vinnslustöðvarinnar kvótaárið 1999-2000. „Með breytingunum erum við í raun að hækka laun starfsfólks og auka framleiðni í fyrirtækinu. Við erum að vinna í því að lækka launa- kostnað pr. kíló af fiski en grunninn að þessu öllu leggjum við með því að hafa stöðugt flæði í gegnum vinnsl- una. Við sjáum í milliuppgjörum að batinn í saltfiskvinnslunni á fyrstu sjö mánuðum þessa kvótaárs, miðað við sjö mánuðina þar á undan, nemur um 60 milljónum eða 40% og það eru hreint ekki litlir fjármunum. Þetta væntum við að sjáist á sama hátt með breytingunum í bolfiskvinnslunni og okkar verkefni í dag er að láta verkin tala," segir Sighvatur Bjamason. 12 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.