Ægir - 01.05.1998, Blaðsíða 34
Þáttakendur í ráðstefhunni um mannauð og menntun í sjávarútvegi hiýða á erindi
framsögumanna.
Lægra menntunarstig
í sjávarútvegi en öðrum greinum
Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskól-
ans á Akureyri, sagði menntunarstig í
sjávarútvegi hér á landi lægra en í öðr-
um atvinnugreinum. Og hann gerði
fækkun starfa í sjávarútvegi að umtals-
efni. Þorsteinn sagði ekki óvarlegt að
spá 30% fækkun starfa í sjávarútvegi
næstu fimm árin og hann sagði líka
líklegt að samsetning fyrirtækja í
greininni muni breytast.
„Þróunin stefnir í þá átt að stóru
fyrirtækin verði stærri, miðlungsstór-
um fyrirtækjum mun fækka stórlega
en litlum fyrirtækjum fjölga mjög
verulega. Ef þessi þróun gengur eftir
þá getur hún haft mjög alvarlegar af-
leiðingar fyrir búsetuþróun í landinu.
Enn frekari byggðaröskun en hér hefur
átt sér stað getur hreinlega þýtt hrun
sjávarútvegs á landsbyggðinni með
mjög alvarlegum aiíeiðingum fyrir
efnahagslega afkomu þjóðarinnar í
heild. Ætli sjávarútvegurinn að halda
velli sem undirstöðuatvinnugrein
þjóðarinnar þá er nauðsynlegt að
hann hafi yfir að ráða svipuðu hlut-
falli af háskólainenntuðu fólki og aðr-
ar atvinnugreinar í landinu," sagði
Þorsteinn og bætti við að hefðbundin
háskólamenntun sé einfaldlega ávísun
á frekari byggðaröskun.
„Eitt aðalhlutverk hefðbundinnar
háskólamenntunar hér á landi hefur
löngum verið að útskrifa opinbera
embættismenn sem starfa og stjórna í
höfuðborginni. í rannsóknum vísinda-
manna hefur komið í ljós að um það
bil 60% háskólamenntaðra íslendinga
vinna í opinbera geiranum," sagði
Þorsteinn.
„Þið endið í fiski!"
Elínbjörg Magnúsdóttir, fiskverkakona
á Akranesi, vitnaði í máli sínu til frasa
sem alþekktur er. „Ef þið eruð ekki
dugleg að læra, endið þið í fiski!"
TÆKNIBÚNAÐUR
RAFM0T0RAR
HRAÐASTYRINGAR
AFLROFAR
ik IIII
f*WW
Nánari upplýsingar í síma 5 200 800 og á vefnum:
www.ronning.is & www.abb.com
• JOHAN
RÖNNING
34 MGÍU