Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1998, Blaðsíða 23

Ægir - 01.05.1998, Blaðsíða 23
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Gunnlaugur Siglivatsson, framkvœmdastjóri Hólmadrangs hf. á Hólmavík, telur aö í menntakerfinu og innan sjávaríítvegsfyrirtœkjanna sjálfra hafi ekki orðið þœr breytingar sem umhverfið kallar á. Þannig sé það sameiginlegt verkefhi greinarinnar og menntakerfisins að menntun komi til móts við þarfir sjávarútvegsins. Ég held að það sé af hinu góða að áhugi á endurmentun hafi aukist með- al vélstjórnar- og skipstjórnarlærðra manna. Framboð á endurmenntun fyrir þessa aðila mætti vera meira en það sem aftur á móti er bagalegt er að skipulagning grunnnáms taki ekki stórstígari og hraðari breytingum, í takt við þörf þeirra starfsgreina sem nýta sér þekkingu þessara hópa, m.a. sjávarútvegs. Þetta leiðir til þess að menntastofnanir sinna endurmennt- un ekki nægilega vel," segir Gunn- laugur. „Reyndin er því sú að mikið af end- urmenntun þessara starfsmanna er sinnt af söluaðilum vél- og tækjabún- aðar, eftir að ákvörðun um kaup á nýj- um tækjabúnaði hefur farið fram. Þetta endurspeglast í skorti á nauðsyn- legri þekkingu þegar ákvörðun um fjárfestingu í nýrri tækni er tekin hjá fyrirtækjum í sjávarútvegi. Fjárfesting í tækni sem hentar ekki er því algengari fyrir bragðið. Líkt og starfsmenn með sérmenntun gera auknar kröfur til fyr- irtækja í sjávarútvegi um endurgjald fyrir sín störf þá þarf starfsgreinin í heild að gera auknar kröfur á bæði menntakerfið og núverandi starfs- menn um þekkingu sem gagnist fyrir- tækjunum betur. Það þarf að ná fram sameiginlegu átaki fyrirtækja og fag- hópa um skipulag endurmenntunar, þannig að þekkingin innan fyrirtækj- anna þróist með breytingum á rekstr- arumhverfi þeirra." Pottur brotinn innan fyrirtækjanna sjálfra Gunnlaugur segir ekki leika vafa á að innan fyrirtækjanna í sjávarútvegi sé líka pottur brotinn varðandi þróun þekkingar á tímum þegar tæknin tekur stórstígum framförum. Þegar öllu sé á botninn hvolft þá verði að viðurkenna að við íslendingar séum nýjungagjarn- ir og fljótir að nýta okkur tækninýj- ungar en oftast þó af meiri áhuga en skynsemi. „Sérstaklega finnst mér að skipulag starfa innan sjávarútvegsfyrirtækja hafi ekki þróast í takt við tækninýj- ungar. Þar horfi ég til dæmis til rækju- verksmiðja þar sem miklar tæknifram- farir hafa orðið á undanförnum árum. Fleiri og fleiri störf hafa verið leyst af hólmi með vélbúnaði en í heild hefur ekki orðið mikil breyting á samsetn- ingu starfa. Þannig hefur störfum við handpillun, eða á hreinsunarbandi í rækjuverksmiðjum, fækkað við til- komu pillunar- og hreinsivéla en lítið er um að sérhæfð störf, sem snúast um að ná því mesta út úr viðkomandi vél- um, hafi komið í þeirra stað. Þetta þýðir að vélvæðingu verksmiðjanna hefur þannig oft ekki verið mætt með véla- eða tækniþekkingu í almennum NGÍU 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.