Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1998, Blaðsíða 6

Ægir - 01.05.1998, Blaðsíða 6
Sighvatur Bjarnason, framkvœmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum ræðir um uppbyggingarstarf hjáfyrirtækinu á undanförnum árum, stormasama breytingu á sölumálum fyrirtœkisins, sameininguna við Meitilinn í Þorlákshöfn og nýmarkaða landvinnslustefnu Vinnslustöðvarinnar Tf inn afþeim stjórnendum sjávarútvegsfyrirtœkja á J-jíslandi sem hafa verið mest áberandi á undanfómum árum er Sighvatur Bjarnason,framkvœmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum. Vinnslustöðin er ekki aðeins í huga hans fyrirtœki sem á að verða meðal þeirra öflugustu hér á landi í nánustu framtíð - fyrirtœkið er raunar hans uppeldisstaður þvíþar var hann öllum stundum sem barn og unglingur í Vestmannaeyjum enda báðir afar hans meðal stofhenda og faðir hans um langt árabil stjórnarformaður. Eti lífið hefur ekki verið dans á rósum í rekstrinum - langt í frá. Sighvatur segist ekki sjá eftir því að hafa tekist á hendurþað mikla og erpða verkeftii árið 1992 að koma Vinnslustöðinni upp úr öldudalnum enda geti hatin ekki talið eftir sér að leggja á sig tnikla vinnu til að byggja upp öruggt fyrirtœki setn sé einn helsti burðarás atvinnulífsins í Vestmannaeyjum. „Ég setti mér markmið þegar ég kom að fyrirtœkinu að á fiinm áruttt tœkist að koma því íþá stöðu að reksturinn yrði tryggður til framtíðar. Það verkefni mun taka eitthvað lengri tíma en markmiðinu er ég staðráðinn að ná og er ekki í neinuitt vafa utn að það tekst enda er allt það fólk setti kemur að verkefninu, bœði stjórn og starfsmenn, samhentur og kraftmikill hópur fólks. Krafturinn setn einkenndi stofnendur Vinnslustöðvarinnar hf. fyrir fimmtíu áruni er enn til staðar," segir Sighvatur ákveðinn. „Afar mínir tveir, Sighvatur Bjarna- son og Guðlaugur Gíslason, voru með- al stofnenda Vinnslustöðvarinnar árið 1946 og í fyrstu stjórn þess. Afi Sig- hvatur var í útgerð á þeim tíma en tók svo við framkvæmdastjórn í Vinnslu- stöðinni og var þar til dauðadags árið 1975. Ég man ekki eftir öðru sem barn 6 ÆGIR ------------------------ en vera í nálægð við Vinnslustöðina, byrjaði fyrst sjö ár gamall að vinna hjá pabba í saltfiskverkun sem hann átti með öðrum og síðan byrjaði ég í Vinnslustöðinni þegar ég var 12 ára. Vinnslustöðin var alltaf hjartað í at- vinnulífinu í Vestmannaeyjum á mín- um uppvaxtarárum en kannski hefur það aldrei verið eins stór og mikill hlekkur og í dag," segir Sighvatur þeg- ar hann rifjar upp minningar um fjöl- skyldufyrirtækið Vinnslustöðina hf. Hann segir að afi hans og nafni hafi talað um ýmislegt varðandi sjávarút- veginn og innprentað hjá sér áhuga á greininni. „Afi Guðlaugur fór aftur á móti í pólitik og var þingmaður í 20 ár en ég man að umræðuefnin hjá afa Sighvati og pabba snerust varla um annað en fiskvinnslu og aflabrögð. Þótt ég hafi aldrei kynnst því að vinna við nokkuð annað á lífsleiðinni en sjávarútveg þá mun sá dagur eflaust koma. Málið er bara svo einfalt fyrir mér að það er gríðarlega skemmtilegt að vera í kringum sjávarútveginn. Tímabil eins og loðnuvertíð er þannig að þá er litið sofið fyrir spenningi og ekki er hugsað um neitt annað en loðnu," segir Sig- hvatur. Hann er fljótur að neita þvi að spenningurinn snúist beint um krónur og aura fyrir fyrirtækið. „Nei, maður hefur ekki áhyggjur í þá veruna þegar loðnan er annars vegar. Það eru allir hinir dagarnir í árinu sem snúast um það," segir hann og glottir. „Ég verð bara hálf vitlaus úr spenningi þegar loðnan kemur og fer á hverri einustu vertíð í túr með nótaskipunum. Það er mjög gaman og gott fyrir mig að sjá hvað strákarnir eru að gera um borð og þeir fá þá tækifæri til að koma sín- um sjónarmiðum til mín. Maður gerir raunar alltof lítið af því að fara í túra með skipunum því þetta er mjög gam- an og nauðsynlegt fyrir stjórnendur." „Verð hálfvitlaus úr spenningi þegar loðnan kemur."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.