Ægir - 01.05.1998, Blaðsíða 47
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Gunnlaugur vera afskaplega einfaldar.
Þekkingarleysi á skipaiðnaði í Kína,
sem og fjarlægð ráði mestu en þeim
sem hafi farið til Kína til að kynna sér
þarlendar stöðvar hafi hreint og beint
fallist hendur yfir því sem þar er að
finna.
„Fólk hér á landi gerir sér ekki grein
fyrir því hvílíkt iðnaðarstórveldi Kína
er og gríðarlegur vöxtur í öllu efna-
hags- og atvinnulífi þar í landi. Annað
mikilsvert atriði í þessu sambandi er af-
hendingartími skipa en Kínverjarnir
eru mun ábyrgari gagnvart því að
standa við sínar áætlanir heldur en
Pólverjarnir. Vinnlaunin í Kína eru lág
en okkur sýnist framleiðnin engu að
siður vera mjög há og það skýrist ein-
faldlega af því hversu öguð vinnu-
brögð þeirra eru. Við sjáum mjög
greinilega að skipulagið á verkefnum er
mikið og Kínverjarnir sækja líka í gríð-
arlega hefð í skipasmíðum. Annað at-
riði sem við tökum eftir í Kína er að
þar eru stöðvarnar svo framarlega í
tækninni að Pólverjarnir komast ekki
með tærnar þar sem Kínverjarnir hafa
hælana. Það höfum við staðfest af aðil-
um sem hafa skoðað stöðvar í báðum
löndunum," segir Gunnlaugur.
Viljayfirlýsingar fyrir hendi
um smíði skipa í Kína
Á síðasta ári fór hópur íslenskra útgerð-
ar- og tæknimanna í kynnisferð til
Kína á vegum Ice Mac og um síðustu
áramót var skrifað undir viljayfirlýs-
ingu um smíði tveggja nýrra nótaveiði-
skipa sem kæmu í stað Gullbergs VE og
Svans RE. Áður hafði Viðskiptastofnun
Háskóla íslands gert hagkvæmniút-
reikninga á smíði á stórum nótaveiði-
skipum eins og teikningar Ráðgarðs-
Skipatækni byggja á. Þeir útreikningar
voru mjög hagkvæmir en hvort sá
undirbúningur mun leiða til smíða er
ekki Ijóst enn, að sögn Gunnlaugs.
Hann segir að miklu muni skipta um
viðskipti á þessu sviði ef Kínverjarnir
fáist til að taka notuð veiðiskip upp í
verð þeirra nýju.
Þurfum að fá ný
og öflug nótaveiðiskip
„Löggjafinn hefur verið mjög óhag-
stæður endurnýjun skipa hérlendis og
þar af leiðandi hafa menn verið alltof
mikið í endurbyggingu á gömlum skip-
um. Það verður að breytast þannig að
við fáum öflugri nótaveiðiskip og þá
getum við sótt meira fram í veiðum á
tegundum á úthafinu, t.d. kolmunna
og makríl. Ég vona að á þessu ári náum
við að brjóta ísinn og koma af stað
smíði á nýju íslensku fiskiskipi í Kína
og þá mun koma í ljós að útgerðirnar
munu fá þar mjög góð skip fyrir mun
minni pening en áður," segir Gunn-
laugur.
DYNEX tógið er byltingar-
kennd afurð nýrrar tækni í
plastefnum. Það er framleitt
sem 12 þátta fléttað tóg úr
óblönduðum DYNEEMA*
SK 75 þráðum og húðað
með "Duracoat" og er svo
létt að það flýtur.
DYNEX hefurmeiri slitstyrk
en stálvír af sama sverieika,
og veguraðeins um 1/6 af
þyngd stálvírsins og er ólíkt
liprara í meðhöndlun.
DYNEX þolir endurtekið
álag margfalt betur en stál-
vír og endurteknar beygjur
svipað eða betur. Tognun
við slit er aðeins um 4%.
Mjög auðvelt og fljótlegt er
að splæsa DYNEX.
’ Skrásett vörumerki DSM yfir
ofurþræði úr Polyethylene.
HAMPIÐJAN
Bíldshöfði 9, 112 Reykjavík
Sími: 567 6200 Fax: 567 6209
Notkunarsvið:
Gilsar Landfestar
Pokalásar Hífingastroffur
Höfuðlínur Stög
Stórmöskvar Dráttartóg
Leysislínur
Gjarðir
Akkerisfestar
Ýmsar línur á nætur.
NGÍR 47