Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1998, Síða 22

Ægir - 01.05.1998, Síða 22
Fiskvinnsla og menntun: „Nauðsynlegt að líta á fískvinnslu- störf sem fagstörf4 - segir Gunnlaugur Sighvatsson, framkvœmdastjóri Hólmadrangs hf. á Hólmavík £fokkur á að takast að viðlialda, byggja upp og nýta þattn mannauð sem býr innatt sjávarútvegs þá þarfað nástgott samstarf milli fyrirtœkja í sjávarútvegi, menntastofnana og hagsmunasamtaka launafólks. Fyrirtœkin þurfa að skipuleggja störfbetur, þannig að inannauðurinn nýtist sem best en þau verða líka að skilgreina þörfina fyrir þekkingu betur, leita sterkar eftir starfsfólki nieð rétta þekkingu og setja meiri kröfur um þekkingu og hœfni fólks sent ráðið er til starfa ígreininni. Fyrirtœkin og hagsmunasamtök launafólks þurfa í samvinnu að veita starfsfólki t auknum mœli aðgatig að nýrri þekkingu nieð endurmenntun og hagsmunasamtökin þurfa að breyta áherslum í sintti starfsemi og huga jafnt að gœðum þess vinnuafls sem fram er boðið og þess endurgjalds sem er krafist," segir Gunnlaugur Sighvatsson, framkvœmdastjóri Hólmadrangs hf. á Hólmavtk, í viðtali við Ægi utn menntun og þekkingarþörf í sjávarútvegi. Gunnlaugur er eiitn afþeim sem útskrifast hafa á undanfómum árum í sjávarútvegsfrœðum frá Háskólanum á Aktireyri og ígegnum nániið, sem og stjórnun á sjávanívegsyrirtœki á borð við Hólmadrang, hefur hatin séð með eigin augutn hver þörffyrirtœkja ígreininni er fyrir menntað starfsfólk. Gunnlaugur segir að ef litið sé til sjávarútvegs á íslandi þá megi auð- veldlega sjá breytingar í umhverfi greinarinnar og innan hennar sem leitt hafi til breytinga á þekkingarþörf sjávarútvegsfyrirtækjanna. „Helstu breytingar í umhverfi þeirra á undanförnum árum hafa leitt til breyttrar þarfar hvað varðar verkvit. Þar koma til tæknivæðing veiða og vinnslu, áhersla á gæðamál og áhersla á umhverfismál. Skip hafa tækni- væðst, bæði hvað varðar siglinga- og fiskileitartæki, vél- og togbúnað og vinnslubúnað. Vinnslustöðvar hafa endurnýjað sinn vinnslubúnað og af- köst og sjálfvirkni aukist hröðum skrefum. Ýmsir þættir menntakerfisins hafa að mínu mati ekki þróast í takt við þessar staðreyndir og mér finnst líka að þekking og skipulag starfa innan „...íhaldssemi í menntakerfmu, í versta falli skortur á framsýni." fyrirtækjanna hafi ekki tekið eðlileg- um breytingum samfara þessu," segir Gunnlaugur og bendir á að sú hætta sé fyrir hendi að námsefni og náms- framboð þróist lítið, þrátt fyrir gjör- byltingu í störfum. Þar komi til íhalds- semi í menntakerfinu, eða í versta falli skortur á framsýni. Þetta leiði til þess að námið úreldist. „Hættan á þessu er skiljanlega mest í tæknitengdu námi, s.s. vélstjórnar- námi, en hún er einnig fyrir hendi í menntun til starfa þar sem vinna þarf með ýmis tæki, s.s. í skipstjórnarnámi og verkstjórnarnámi. 22 Msm

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.