Ægir - 01.05.1998, Side 20
A iiwlt.
ieÍGÍp
Jón V. seldur
Vinnslustöðin hf. í Vest-
mannaeyjum seldi á dögunum
togarann Jón V. til Namibíu. Par í
landi mun skipið stunda veiðar fyrir
Seaflower Whitefish Corporation
sem er dótturfyrirtæki Islenskra
sjávarafurða hf. Togarinn var seldur
á um 70 milljónir króna.
í breytingu til Spánar
Enn eitt fiskiskip flotans mun
taka veigamiklum breytingum á
næstu mánuðum. Patreksfjarðar-
skipið Núpur BA fór á dögunum til
Spánar en þar verður það lengt um
sex metra, ný aðalvél sett í skipið,
vistarverum skipverja breytt, auk
annarra minni lagfæringa. Tilboð frá
Spáni reyndist lægst en íslensku til-
boðin í verkið reyndust mun hærri.
Grandi kaupir
bolfisklínu
Grandi hf. hefur gert samning við
Marel hf. um kaup á nýjum
vinnslubúnaði sem settur verður
upp á Norðurgarði. Grandi fær þar
með sambærilegan búnað í hús sitt
og hefur verið settur upp hjá
Snæfelli á Dalvík og Útgerðarfélagi
Akureyringa. Vinnsla í þessum
tveimur húsum hefur komið mjög
vel út á undanförnum mánuðum.
Jafnframt betri nýtingu á hráefni
hafa afköst aukist umtalsvert.
Byr VE breytt í
túnfískveiðiskip
✓
'Tsleiuliiigar eignast í sumar sitt
JL fyrsta sérútbúna túnfiskveiðiskip.
Þá kemur línuskipið Byr VE lír breyt-
ingum í Póllandi ett þar verður skip-
inu breytt sérstaklega til ttínfisk-
veiða. Skipið er nýfarið til Póllands
og munu breytingarnar kosta utn 120
tnilljónir króna.
Mikið var fjallað um veiðar jap-
anskra túnfiskveiðiskipa í íslenskri
landhelgi á síðasta hausti en þar fengu
skipin ágætan afla. Byr VE gerði til-
raunir við þennan veiðiskap en hafði
lítinn árangur. Samt sem áður þótti út-
gerðarmönnum skipsins full ástæða til
að láta á þennan veiðiskap reyna
betur, enda eiga túnfiskveiðarnar að
vera mjög arðvænlegar ef vel gengur.
Settur verður sambærilegur búnaður
í Byr VE eins og er í japönsku túnfisk-
veiðiskipunum, þ.e. veiði- og frysti-
búnaður. Miklu skiptir að hafa öflugan
frystibúnað um borð enda túnfiskur-
inn mjög stór og ræður frystingin úr-
slitum um hvernig til tekst með afurð-
ina.
Nýr hausari frá
Landssmiðjunni
Landsstniðjati hf. hefur sett á
tnarkað nýjagerð afliausara
fyrir fiskvinnslur og telur fyrirtœkið
að hann geti aukið flakanýtingu uin
2-3,5%. Hausarinn hefur þegar verið
sýndur erlendis, þ.e. á
sjávarútvegssýningunni í Brussel sein
haldin var nýverið.
Nýi hausarinn er endurgerð af JAT-
hausara þar sem er stuðst við
einkaleyfi Jóns A. Pálmasonar, upp-
finningamanns. Notuð er svokölluð
augnpinnastýring til að stýra nákvæm-
lega skurði hnífanna.
Með aukabúnaði við hausarann er
hægt að skera úr fiskhausnum fés,
klumbur og kinnar. Þetta mun vera
nokkurt nýmæli í hausurum.
20 MGiiíí