Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1999, Síða 10

Ægir - 01.10.1999, Síða 10
saman mánaðarlega. Verðlagsstofa, Kvótaþing og Úrskurðarnefnd eru allt stofnanir sem stjórnvöld tóku þátt í að koma á fót í kjölfar löglega boðaðra aðgerða okkar í baráttu fyrir réttlátara kerfi. Þar með hafa stjórnvöld tekið þátt í að drepa hugmyndina um full- komlega frjálsa verðmyndun á sjávar- fangi, sem hefur verið krafa okkar síð- ustu 10 árin. Mín vegna mega allar þessar stofnanir hverfa ef sjávarfang verðmyndast um fiskmarkaði. Að því gefnu mega útgerðarmenn líka versla með sínar veiðiheimildir eins og þá lystir," segir Sævar. Aðspurður hvort sjómenn hafi auk- inn stuðning fiskverkafólks í barátt- unni fyrir að allur fiskur fari á markað Scevar Gunnarsson telur að baráttan fyrir að sjávarfang verði verðmyndað á upp- boðsmörkuðum sé ekki aðeins barátta sjómanna heldur hagsmunamál heilu byggðarlaganna. telur Sævar svo vera. Alþýðusamband Austurlands samþykkti á þingi sínu ályktun um að allan fisk ætti að verðmynda á fiskmarkaði. Á þingi Alþýðusambands Norðurlands var einnig einróma samþykkt ályktun sem tekur af öll tvímæli um afstöðu fiskverkafólks hvað þetta varðar. „Barátta okkar er ekki eingöngu barátta fyrir hönd sjómanna heldur erum við komnir í baráttu fyrir hönd byggða sem standa höllum fæti vegna þess að þær hafa enga möguleika til að afla hráefnis til fiskivinnslu. Ég tel að hér séum við að berjast í máli þar sem hagsmunir sjómanna, vinnslunnar og fiskverkafólks liggja algerlega saman," segir Sævar Gunnarsson. Óskum útgerð og áhöfn og til hamingju með breytingarnar á skipinu. Vinnsludekk um borð er hannað og smíðað hjá Klaka stálsmiðju Stálsmiðja HáFNARBRAUT 25, 200 Kópavogur SflVll 554-0000 FAX 554-4167 10 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.