Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1999, Side 14

Ægir - 01.10.1999, Side 14
 A/farkaðsvœðing siávarútvegsins Guðjón Sævarsson hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum telur samrunaferlinu í sjávarútveginum hvergi nœrri lokið: Fjórar til sex sj ávarútvegsblokkir í uppsiglingu Guðjón Sœvarsson hjá Búnaðar- bankanum Verðbréfum metur stöðuna í viðskiptaheimi sjávarútvegs- ins þannig að sameiningarhrinan sé langt í frá á enda. Flest bendi til þess að til verði 4-6 stórar sjávarútvegs- blokkir með fjölþœtta starfsemi í greininni en það breyti hins vegar ekki því að alltafverði til flóra lítilla fjöl- skyldufyrirtœkja, eins og þekkt hefur verið ígreininni um langt skeið. „Ef fylgt er strandlínunni þá sýnist mér að til séu að verða 6 miðstöðvar í sjávarútvegi, þ.e. Reykjavík, Akranes, ísafjörður, Akureyri, Vestmannaeyjar og Grindavík. Skýringin á því að þessir staðir fá þetta hlutverk er að mínu mati sú að þeir liggja hagstætt gagnvart mið- um, t.d. Grindavík og Vestmannaeyjar gagnvart línu-, loðnu- og netaveiðum, Akureyri og ísafjörður gagnvart togara- þorskinum og þannig má áfram telja. Utan við þessar blokkir allar stendur svokallaður dagróðrafloti sem áfram verður til og er ekki svo lítill. Mér finnst það oft vilja gleymast að stóru aðilarnir í sjávarútveginum ráða, þrátt fyrir allt, ekki nema hluta af heildarút- hlutuðum aflaheimildum. Meirihluti heimildanna er því í höndum aðila utan stóru blokkanna, ef svo má s'egja," segir Guðjón. Bankarnir og fiskurinn Eðlilega vaknar sú spurning hvort komi Guðjðn Sœvarsson, verðbréfamiðlari hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum. á undan hænan eða eggið, þ.e. hvort verðbréfamarkaðurinn hafi haft áhrif á rekstur sjávarútvegsfyrirtækjanna til nútímalegra horfs eða hvort sjávarút- vegsfyrirtækin hafi leitt áfram þróun- ina á verðbréfamarkaðnum. Guðjón hallast að hinu fyrra og að verðbréfa- markaðurinn, með öllum þeim við- horfum sem þar gilda, hafi haft góð áhrif á rekstur sjávarútvegsfyrirtækj- anna og ýtt undir nýja rekstrarhugsun á þeim bænum. „Við hjá Búnaðarbankanum höfum fjárfest mikið í sjávarútvegsfyrirtækjum og ástæðan fyrir því er að við sjáum fyrir okkur möguleika á frekari hagræð- ingu innan sjávarútvegsins sem á eftir að skila sér i bættum rekstri og betri af- komu. í tilfelli ÚA erum við að horfa til lengri tíma fjárfestingar enda teljum við að þar hafi verið á ferðinni afar áhugaverður fjárfestingarkostur sem sjálfsagt var að nýta. En það er klárlega þannig að krafa númer eitt hjá fjárfestum snýst um arð- bæran og góðan rekstur fyrirtækja." 30 stærstu sjávarútvegsfélögin ráða yfir helmingi kvótans Mikið er rætt í fjölmiðlum um samþjöppun kvótans og sýnist sitt hverjum um það mál. Guðjón er ekki alls kostar sáttur við þá umræðu. „Mér finnst umræðan um sam- þjöppun kvótans á frekar lágu plani miðað við annað sem skiptir máli í þjóðfélaginu," segir hann. „Ef skoðuð er úthlutun aflamarks fyrir fiskveiðiárið 1999-2000 kemur í ljós að kvótanum er úthlutað til um það bil 260 sjávarút- vegsfyrirtækja. Þar af er þriðjungi kvót- ans úthlutað til 10 stærstu fyrirtækj- anna og helmingi kvótans til þeirra 30 stærstu. Til samanburðar er gagnlegt að skoða hlutdeild Baugs á matvörumark- aðnum en félagið eitt og sér er með um 60% markaðshlutdeild. Stjórnmála- menn og aðrir ráðamenn þjóðarinnar virðast hafa meiri áhga á því hvort eitt sjávarútvegsfyrirtæki hefur yfir að ráða meira en 10% þorskkvóta heldur en hvort einn aðili stjómi verðlagningu á yfir 60% af matvörumarkaðnum, svo dæmi sé tekið." Sameining fyrirtækja ekki eintóm sæla Af umræðunni mætti ætla að hag- kvæmni stærðarinnar í fyrirtækjarekstri sé óumdeild. Forsvarsmenn sjávarút- vegsfyrirtækja eru sagðir á biðilsbuxum út um allt land, tilbúnir að leita uppi sameiningartækifæri í öllum hornum. En er það svo að sameiningarferlið sé eintóm sæla? Guðjón segir að sannar- 14 AGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.