Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1999, Blaðsíða 25

Ægir - 01.10.1999, Blaðsíða 25
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Frábrugðinn öðrum lausfrystum Hér má sjá hvemig fjölbandafrystirinn frá Skaganum hf. er byggður upp. Frystiböndin eru hvert yfir öðru og efstu böndin eru svoköllaðar háleiðnireimar þar sem snöggfrystingin fer fram. Tiiraunir með tœkið hafa gefið góða raun og fiest bendir til að frystirinn verði kominn í almenna sölu snemma á nœsta ári. komið hafa um borð í frystitogara að á vinnsluþilförunum er lítið pláss og fæst skipin hafa möguleika til að taka hefðbunda lausfrysta. En ég er viss um að með aukinni lausfrystingu úti á sjó þá opnast möguleikar á mun meiri vinnslu hráefnis af frystitogurum í landi." i Ný gerð reima notuð við formfrystinguna Fjölbandafrystirinn byggist þannig upp að fiskurinn flyst í frystingarferl- inu milli færibanda en fyrsta stigið er ný gerð af svokallaðri háleiðnireim, sem er álreim sem gefur góða snertifrystingu meðan fiskurinn er formfrystur. Þetta fyrsta stig er mikils- verðast í öllum lausfrystum, þ.e. að fiskurinn skelfrjósi hratt í byrjun fer- ilsins. Háleiðnireimin er ný tegund af teflonhúðuðum állista með sléttu yfir- borði og hentar þannig vel til form- frystingarinnar en að henni lokinni gengur fiskurinn niður færibandakerf- ið í frystinum og honum er loks skilað Ingólfhr Ámason, tœknifrœðingur hjá Skaganum hf. „Ég er viss um að með aukinni lausfrystingu úti á sjó aukast líkur á að frystitogaramir afli hráefnis fyrir landvinnsluna." út úr frystinum fullfrosnum. Afköst frystisins er um hálft tonn miðað við fjögurra metra langan frystiklefa en hægt er að ráða stærð frystisins eftir því hvernig aðstæður eru í hverju til- felli. í Fjölbandafrystinum segir Ingólf- ur að sameinist kostir snertifrystingar og blástursfrystingar og eru notaðir þekktir kælimiðlar við frystinguna, þ.e. ammoníak eða freon. „Þær próf- anir sem við höfum gert í haust sýna okkur í raun betri niðurstöðu hvað formfrystinguna varðar en við höfðum gert okkur vonir um. Hún snýst ekki aðeins um hraða og jafna frystingu á flökunum heldur einnig að útlit afurðanna sé gott þegar þær koma út úr frystinum og þannig er það svo sannarlega," segir Ingólfur. Flökin 20-25 mínútur í gegn Hæð frystisins er um 2,1 metrar, breidd um 3 metrar og lengd um 4 metrar. í hverjum frysti eru tvö form- frystibönd og það atriði skapar þá miklu afkastagetu sem raun ber vitni. þannig er matað á víxl inn á frysti- böndin. „Við erum að tala um að flök- in séu 20-25 mínútur á Ieið sinni í gegnum frystinn en tíminn fer eftir því hversu þykk flökin eru. þetta tel ég að sé styttri tími en í hefðbundnum frystum," segir Ingólfur. Sótt um einkaleyfi Nú eru fjölbandafrystirinn í einkaleyf- isferli, sem og háleiðnireimin. Eins og áður sagði hefur þessi nýja gerð laus- frystis verið í þróun og hönnun hjá tæknimönnum Skagans í tvö ár og hefur verið unnið í náinni samvinnu með Haraldi Böðvarssyni hf. Kæli- smiðjan Frost er samstarfsaðili Skagans hf. í hönnun Fjölbandafrystisins og hefur það fyrirtæki með höndum allar tæknilegar lausnir á frystingunni. Einnig kom Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins að verkinu sem ráðgefandi aðili. Acm 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.