Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1999, Blaðsíða 35

Ægir - 01.10.1999, Blaðsíða 35
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Hafnamál - Hafnamál - Hafnamál - Hafnamál Gjörbreyttar aðstæður í Grindavík Dýpkun Grindavíkurhafnar er nú lokið en hún er liður í endurbótum á hafnaraðstöðunni og innsiglingunni í bænum. Um er að ræða stærsta einstaka verkið á hafnaáætlun 1999-2000, þ.e. dýpkun í gegnum Sundboðann og einnig tilheyrir verkinu bygging brimvarnargarðs. Síðari hluti verksins verður unninn á árunum 2001 og 2002. Um dýpkun hafnarinnar sá sænska fyrirtækið Skanska Dredging sem bauð í það 404 milljónir króna, eða 88,5% af kostnaðaráætlun. Miðað hafði verið við að ljúka verkinu á næsta ári en öflugur vélakostur sænska fyrirtækisins gerði að verkum að hægt var að ljúka framkvæmdum einu ári á undan áætlun! í heild sinni þurfti að flytja burt um 200.000 rúmmetra af efni, fyrst og fremst grjóti sem sprengt var úr klöpp á botni innsiglingarinnar. Djúpavogshöfn í líkan Hjá líkanstöð Siglingastofnunar er nú unnið að því að koma höfninni á Djúpavogi í líkan. Ætlunin er að líkanið verði tilbúið fyrir áramót og í framhaldinu verði gerðar tilraunir á breytingum hafnarmannvirkja. Siglingastofnun hannar fyrir Norðmenn í desember næstkomandi hefjast framkvæmdir við byggingu brimvarnargarðs við Sirevag, sunnan Stavanger í Noregi. Siglingastofnun fslands kom að hönnun garðsins og átti fstak aðild að lægsta tilboði í verkið. í garðinn fara yfir 600.000 rúmmetrar af sprengdu efni þannig að hér er um mikið mannvirki að ræða. Á gúst Einarsson. Sameining Stálsmiðjunnar og Slippstöðvarinnar: Ágúst hættir hjá Stálsmiðjunni Ágúst Einarsson hefur ákveðið að láta af störfum sem framkvæmda- stjóri Stálsmiðjunnar. Ákvörðunin byggist á samrunaferli Stálsmiðjunn- ar hf. og Slippstöðvarinnar hf. Ágúst mun starfa áfram að ýms- um verkefnum fyrir hið sameinaða félag, meðal annars stofnun Dráttar- brauta Reykjavíkur ehf., sem annast mun rekstur dráttarbrautanna við Mýrargötu. Ákveðið hefur verið að stjórnar- formaður Stálsmiðjunnar, Valgeir Hallvarðsson stjórni félaginu á með- an að á samrunaferli stendur en ný stjórn hins sameinaða félags mun ráða nýjan framkvæmdastjóra. Mið- að er við að boða til hluthafafunda í Slippstöðinni hf. og Stálsmiðjunni hf. um miðjan nóvember og þar verður samruni fyrirtækjanna end- anlega ákveðinn. Búast má við að í framhaldinu verði haldinn hluthafa- fundur í sameinuðu félagi sem kýs stjórn félagsins og mun hún ganga endanlega frá ráðningu forstjóra fyr- irtækisins. Ekki hefur enn verið fundið nafn á nýja fyrirtækið. ÆGÍR 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.