Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1999, Page 12

Ægir - 01.10.1999, Page 12
M arkaðsvœðinx sjávarútvegsins Sjávarútvegur og hlutabréfamarkaðurinn: Sj ávarútvegurinn sá snemma kosti markaðsvæðingarinnar - „ var á tímabili helmingur af verðmœti skráðra fyrirtækja á markaðnum, “ segir Gunnar Halldórsson, starfsmaður aðildar- og skráningarsviðs Verðbréfaþings Gunnar Halldórsson, starfsmaður aðildar- og skráningarsviðs hjá Verð- bréfaþingi íslands, telur engum vafa undirorpið að hlutabréfamarkaður- inn hafi lagtgrunninn að þeirri þróuti sem sést hefur í rekstri fyrirtœkja í sjáv- aríítvegi á undanfórnum árum. Fyrirtœki hafi sameinast íþeim tilgangi að komast inn á hlutabréfamarkað, önnur hafi leitað inn á markaðinn íþeim til- gatigi að fá þar tœkifœri til sameiningar við önnur fyrirtœki, jafnvel fyrirtœki sem fyrir voru á markaðnum. Gunnar segir að íslenskum sjávarútvegi hafi gengið vei að aðlaga sig markaðsvœðingunni og almennt sé ekkert öðruvísi að fást við fyrirtœki í sjávarútvegi ett öðrum greinum atvinnulífsins. „Sjávarútvegurinn var fljótur að taka við sér þegar þróunin hófst á ís- lenskum hlutabréfamarkaði og það varð til þess að á fyrstu árunum var greinin allt upp undir 50% af heildar- markaðsvirði allra skráðra fyrirtækja. Þetta hlutfall hefur samt farið minnk- andi, sérstaklega á síðari hluta ársins 1998 og á yfirstandandi ári, vegna þess að komið hafa inn á markaðinn bankar og aðrir stórir aðilar. Hlutfall sjávarútvegsins er þannig í dag um 18% af heildar markaðsvirði. Engu að síður fjölgar sjávarútvegs- fyrirtækjum á markaðnum og greinin er þannig á fullri ferð í sinni mark- aðsvæðingu en mér kæmi ekki á óvart þó við ættum eftir að sjá í framhald- inu fleiri sameiningar fyrirtækja sem skráð eru á aðal- og vaxtarlista VÞÍ og jafnframt fækkun sjávarútvegsfyrir- tækja þar," segir Gunnar. Hlutlaus aðili Verðbréfaþing íslands hf. er kauphöll. Með kauphöll er átt við skipulegan verðbréfamarkað þar sem opinber skráning verðbréfa fer fram, svo og ÞRÓUN VÍSITALNA CNCN-^rCaCOCDCNCN'^rcqoOOCNCN^rCOCO ^ d d d '1 ’r-œcboT-r_'~:œ odT-; CN 00 CO 00 CN CO 00 CO r— CNCOCOCO co co co co co Hér má sjá samanburð á úrvalsvísitölu og sjávariítvegsvísitölu á Verðbréfaþingi íslands. Báðar stigu mjög hratt á árinu 1997 og virðast báðar á uppleið um þessar mundir en þó er ris sjávanitvegsvísitölunnar sínu minna. 12 ÆGiIR -------------------------------------------------------------------------------------------------------------

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.