Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1999, Blaðsíða 43

Ægir - 01.10.1999, Blaðsíða 43
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Efnarafall frá Siemens. víða. Kanadíska varnarmálaráðuneytið er með AIP lausn Ballards til skoðunar og ætlar að verja 8 milljónum kanada- dollara til verksins. Ef AIP kerfi Ball- ards verður valið þá er reiknað með að það taki allt að 18 ár að taka þessa tækni í notkun og kostnaðurinn muni skipta hundruðum milljóna kana- dískra dollara. Siemens AG Samkvæmt fréttabréfi Siemens verða herskip framtíðarinnar rafskip, þ.e. öll aflkerfi og framdrifskerfi verða knúin rafmagni. Nú þegar býður Siemens sér- stakar lausnir fyrir kafbáta. Þar á með- al er fyrsta AIP rafaflskerfið sem byggir á raforkuframleiðslu efnarafals, Perma- syn rafskrúfumótor með háa nýtni, er léttur og fyrirferð^rlítill. Permasyn raf- mótorinn er til skoðunar sem aðal- mótor fyrir nýjustu kafbáta Þjóðverja. Fjöldi greina um efnarafala til nota í skipum Samkvæmt Innovation Forecast on Fuel Cell er fjölda greina um efn- arafala sem tengjast hugsanlegri notk- un fyrir skip eða kafbáta frá árinu 1986 til 1997 í töflu 2. Til samanburð- ar er fjöldi greina úr bifreiðaverkfræði (Automotive Engineering) sem tengj- ast efnarafölum. Eins og tafla 2 sýnir er jafn og mikil áhugi fyrir efnarafölum í skipatækni ef miðað er við fjölda greina í bílatækni- hlutanum. Eins og staðan er nú, er þessi áhugi bundinn við herskip, sér- stakiega kafbáta og köfunarför ýmis- konar og þar er efnarafallinn í sam- keppni við önnur AIP kerfi og raf- geyminn. Eftir að bíllinn verður raf- væddur má gera ráð fyrir því að mörg ár eða áratugir líði þar til skip verða al- mennt knúin efnarafölum. Fyrstu efnarafalaskipin Á næsta áratug má búast við að fyrstu kafbátarnir búnir efnarafölum komi fram. Samhliða þróun kafbátanna, í fyrsta lagi eftir 10 ár, koma fram ný umhverfisvæn skip. Ferjur, skemmti- skip og stöku rannsóknaskip sem þeg- ar eru búin rafskrúfu verða fyrstu skip- in sem breytt verður í umhverfisvæn skip. Þróun annarra skipa er óljósari og háð framboði á olíu, framförum í efnavélatækni og alþjóðlegum samn- ingum um losun gróðurhúsaloftteg- unda. Heimildir: Efni frá ýmsum aðilum á Veraldarvefnum. Tafla 2. Fjöldi greina um efnarafala eftir flokkum. Artöl 1986-1988 Skipaverkfræði 1 Haf og neðansjávartækni 4 Bílatækni 9 1989- 991 13 12 13 1992-1994 9 1 48 1995-1997 12 4 31 Nokkrar áhugaverðar netsíður um rafala http://www. fuelcells. org/ http://www. ttcorp. com/ Fuel Cells 2000: Fuel Cell Commercialization Group: U.S. DOE Federal Energy Technology Center http://www.fetc.doe.gov/products/power/fuelcells/overview.html Fuel Cell World http://members.aol.com/fuelcells/ E-sources Fuel Cell Sources http://www.e-sources.com/fuelcell.htm Small-scale Fuel Cell Commercialization Group, Inc. h ttp://www. oge. com/sfccg/sfccg. h tm M31R 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.