Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1999, Blaðsíða 18

Ægir - 01.10.1999, Blaðsíða 18
s j ávarútvegsins Hverjir eiga sjávarútvegs- fyrirtækin? Sú spurning er áleitin hverjir eigi sjávarútveginn á íslandi. Ef litið er til samsetningar eigendahópa á bak við stærstu fyrirtækin á hlutabréfa- markaði kemur í ljós að þar er ekki að i'inna marga einstaklinga en þeim mun fleiri banka, eignarhaldsfélög og síðan lífeyrissjóði. Lífeyrissjóðir byrjuðu að fjárfesta að marki í sjáv- arútveginum fyrir fjórurn til fimm árum og hafa síðan aukið við sinn hlut. Verðbréfamiðlarar telja ekki óvarlegt að ætla að hlutur lífeyris- sjóða í greininni sé hátt í 30%. Að baki lífeyrissjóðunum er ekki óeðli- legt að segja að standi þorri vinn- andi fólks í landinu, þ.e. hátt á ann- að hundrað þúsund manns. Likast til er þá, einstaklinga sem eiga stærstu hlutina í sjávarútveg- inum að finna í svokölluðum fjöl- skyldufyrirtækjum sem ekki eru skráð á hlutabréfamarkað. Verð hlutabréfa í sjávarútvegi: Of hátt eða raunhæft? inar Bjami Sigurðsson, sjóðs- stjóri hjá Verðbréfamarkaði ís- landsbanka, segir verð hlutabréfa sjávarútvegsfyrirtcekjum bœði byggj- ast á beinhörðum staðreyndum um eignir, tekjur, hagnað og þess háttar forsendum en einnig á spádómum um framtíðina ogþá sérstaklega möguleika til vaxtar og hagnaðar. „Við mat á fyrirtækjum þarf að Iíta til allra rekstrarlegra þátta en það fer einnig fram mat á stöðu fyrirtækisins gagnvart sínu umhverfi og samkeppn- ismöguleikum. Sömuleiðis er stað- reyndin sú að á hlutabréfamarkaðin- um er horft til stjórnenda fyrirtækja og hæfni þeirra. Það atriði skiptir tölu- verðu máli enda sjáum við að á mark- aðnum er t.d. mikil trú á fyrirtækjum þar sem koma við sögu menn eins og Brynjólfur í Granda, Róbert í Þormóði ramma og Samherjafrændur, svo nefndir séu nokkrir af sterkustu rekstr- armönnunum í greininni. Andlit stjórnendanna skipta mjög miklu máli og er þáttur sem fjárfestar horfa æ meira til en áður," segir Einar Bjarni. Beðið eftir sameiningarfréttum - Er verð og gengi á bréfum í sjávarút- vegi of hátt um þessar mundir og kannski óeðlilega hátt miðað við af- komu sumra þeirra? „Að mínu mati er verð bréfa í sjáv- arútvegi í hærri kantinum. Það er alltaf hægt að finna tækifæri á mark- aðnum og misjafnt milli fjárfesta hvaða mat þeir leggja á bréf einstakra fyrirtækja. En ég tel að flest allir geti verið sammála um að markaðurinn bíði eftir einhverri hagræðingu eða Einar Bjarni Sigurðsson, sjóðsstjðri hjá VÍB. „Líkt og tíðkast eriendis skiptir vaxandi máli fyrir fyrirtœki á markaði hér á landi hverjir sitja þar í stjómunar- stólunum." sameiningum á komandi vikum og mánuðum. Fjárfestar vilja því staðsetja sig miðað við þennan orðróm," segir Einar Bjarni og vísar hér augljóslega til vangaveltna um að í farvatninu kunni að vera sameining fyrirtækja þar sem Burðarás á verulegan eignarhlut í. Ein- ar Bjarni segir að þegar orðrómur sem þessi komist af stað, sér í lagi í kjölfar mikils umróts og eignabreytinga í fyr- irtækjum eins og orðið hefur að und- anförnu, þá þrýstist verð hlutabréfa upp á við. „Þegar ekki er um að ræða nein rekstrarleg tíðindi sem ýta hlutabréfa- verði upp á við þá er það oftast orðrómur á markaðnum um samein- ingar sem alla jafna veldur hækkun- 18 Æcm Sverrir Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.