Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1999, Blaðsíða 33

Ægir - 01.10.1999, Blaðsíða 33
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Samantekt úr vinnuhópum á 58. Fiskiþingi: Höfum góða sögu að segja en hún þarf að 58. Fiskiþing Fiskifélag íslands heyrast víðar ftirfarandi er samantekt sem unnin var upp lír samantektum vinnuhópa á 58. Fiskiþingi. Saman- tektin tekur til fjölmargra atriða sem snerta íslenskan sjávaríítveg og ekki hvað síst umhverfisþáttinn. Mengun hafsvæða Nauðsyn þess að fylgjast vel með ástandi hafsvæðanna umhverfis ísland er öllum ljós. Æskilegt er að auka rannsóknir og þekkingu á því sviði, en í Ijósi þess sem vitað er má álykta að ástandið hér við land sé betra en víð- ast annars staðar. Sé tekið tillit til legu landsins getur það ekki komið á óvart. En þótt ástandið sé betra hér við land en víðast annars staðar má ýmislegt bæta og rétt er að vinna að því. Annars vegar þurfum við að taka til í eigin ranni. Þar má m.a. nefna úr- bætur í sorpbrennslumálum, gæta hófsemi í notkun1 hreinsiefna á sjó og í landi og annars konar staðbundinn vanda. Hins vegar þurfa íslendingar að taka virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði. Nefna má samstarf um takmörkun á þrávirkum lífrænum efn- um sem berast með andrúmsloftinu til kaldari svæða jarðarinnar, um varnir gegn ýmissri annarri efnamengun o.fl. Það er umhugsunarefni hvort ekki beri að taka saman tiltækar upplýsing- ar um þróun mála í árlegri bók sem yrði eins konar stöðumat á hverju ári um mengun við ísland og samanburð við önnur hafsvæði. Þetta krefst þess að vöktun á ástandinu sé góð og þyrftu þeir sem sinna þessum málum að ákveða hvernig að henni skuli stað- ið. Þótt ýmislegt megi bæta stendur það þó upp úr að við höfum góða sögu að segja en þurfum að leggja meiri áherslu á að koma henni á fram- færi. Samningar og samningaferli Þegar vandamál, sem varða mengun og nýtingu auðlinda verða sýnileg, hefst ferli sem fyrst felur í sér alþjóð- lega viðurkenningu á að eitthvað þurfi að gera. Við það hefjast samningaum- leitanir sem oft leiða til reglna um hvernig vandamál skuli leyst. Það er mat þingsins að íslendingar bregðist nægilega fljótt við í þeim ferium sem sérstaklega tengjast fiskveiðum og annarri beinni nýtingu auðlinda hafs- ins. Erfiðara sé um vik þegar stofnanir, er fjalla aðallega um mengun eða um náttúruna á öðrum forsendum en þær er varða beina nýtingu hennar, teygja sig inn á svið fiskveiðstjórnunar. í þeim tilvikum þarf frekari vöktun, sem eðlilegt væri að fela umhverfisskrif- stofu utanríkisráðuneytisins. Einnig er nauðsynlegt að atvinnugreinin taki þátt í starfi á þeim vettvangi og kanna þyrfti á hvern hátt Fiskifélag íslands gæti og ætti að koma þar að málum. Ráðuneyti, stofnanir og aðilar innan atvinnugreinarinnar þurfa að samhæfa störf sín á þessu sviði og athuga ætti hvort raunhæft sé að koma upp gagnagrunni þar sem finna mætti Fulltríiar á 58. Fiskiþingi. ÆGIR 33 Ióhann Ó. Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.