Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1999, Síða 42

Ægir - 01.10.1999, Síða 42
Vatnsgufa, t., Hreinn hiti og uatnJMW útblástur Mynd 2. Dœmigert vetnisorkuver. farðgas eða annað vetnisríkt eldsneyti er leitt inn í um- myndunartceki. Þar er vetnið einangrað úr eldsneytinu og meðhöndlað fyrir efnarafalinn. Auk vetnis þarfoxara sem er annaðhvort loft eða hreint súrefni. Efnarafallinn gefur frá sér jafnstraum sem er breytt í riðstraum fyrir notanda. hluta í C02 gas. Reiknað er með að 1 tonn af dieselsolíu gefi 3,16 tonn af C02 við bruna í dieselvél. Hvað er í gangi? í Bandaríkjunum hafa verið mynduð samtök Maritime Hydrogen Technology Development Group (MHTDG) um hvernig innleiða megi vetni til nota um borð í skipum. Markmið samtakanna er að stuðla að notkun vetnis um borð í ferju, skemmtiskipum, seglbátum og her- skipum. Einnig vilja samtökin gera vetnistæknina sýnilega og upplýsa al- menning. Þá er á dagskrá samtakanna að byggja vetnisáfyllingastöð á landi fyrir skip og þróa staðla og vinnuregl- ur fyrir innri uppbyggingu vetnis- geirans. Markmið starfs MHTDG er að stuðla að því að taka í notkun hag- kvæma kosti. Sem dæmi eftirfarandi: • Smáar og stærri vetnisorkustöðvar og sumar sjálfbærar með eldsneyti. • Fraktskip sem sýnir hvernig vetnistæknin er notuð. • Þróa geymslu og áfyllingastöð fyr- ir skip. 42 ÆGIR ----------------------------- • Þróa og sýna sjálfbært skip af óþekktri stærð. Ýmsar fréttir af notkun efn- arafala í skipum Naval Surface Warfare Center — Carderock hefur framlengt samning við Energy Research Corporation (ERC) að upphæð 3 milljónir dollara til að halda áfram þróun efnarafals til nota um borð í skipum. Áður hafði verið gerður samningur við fyrirtækið að upphæð 1,6 milljónir dollara. Markmið verkefnisins er að þróa 500 kW efnarafal fyrir raforkuframleiðslu sem geti komið i stað ljósavéla og knúið rafskrúfu. Eldsneytið sem efn- arafallinn á að nota er dieselolía. ERC hefur þegar hannað og sett upp 2000 kW landorkuver sem notar jarðgas. í fréttatilkynningunni er sérstaklega tekið fram að verkefnið sé áhættusamt og ekki sé hægt að lofa um árangur. Energy Research Corporation (ERC) er með 271.000 dollara samning við skipaverkfræðistofu til að hanna orku- ver efnarafala fyrir bandarísku strand- gæsluna (US. Coast Guard). Reiknað er með að verkefnið verði til þess að smíðað verði orkuver efnarafala til sýnis og prófanna á landi og á síðari stigum verði því komið fyrir í einu skipa strandgæslunnar. ERC er með einkaleyfi á svokölluðu „Direct Fuel Cell" en það er efnarafall sem notar eldsneytið beint án sérstaks búnaðar til að einangra vetnið úr eldsneytinu. Desert Research Institute (DRI) hef- ur tilkynnt samstarf við ýmsa aðila til að þróa vetnisefnarafal fyrir skip. Sam- starfsaðilar DRI eru m.a.: Maritime Hydrogen Technology Development Group, Allied Signal Aerospace, Los Alamos National Laboratory o.fl. Hluverk DRI er að afla reynslu af rekstri vetnisrafals í smábátum og byggja upp reynslugrunn í vetnis- tækninni fyrir stærri skip. Kanadamenn keyptu nú nýlega fjóra kafbáta af Upholdergerð af Bret- um. Bátarnir eru 70 metra langir og 2400 tonn að særými. Þeir eru útbúnir með rafskrúfu og 5400 hestafla vél. í kafi eru rafskrúfur bátanna keyrðar frá rafgeymum. Bátarnir geta ekki með núverandi tækni kafað undir hafísinn eins og t.d. kjarnorkubátar og er skammur köfunartími talinn helsti veikleiki Upholder bátanna. Kana- díska stjórnin hefur þegar varið 35 milljónum kanadískra dollara til þró- unar á svokölluðu „Air Independent Propulsion" (AIP) sem í lauslegri þýð- ingu gæti útlagst sem framdrifskerfi sem er óháð loftinntöku frá andrúms- lofti. Mikill áhugi er á að koma PEM- efnarafölum frá Ballard Power Systems í bátana. Nokkur rök hníga að því að það takist, t.d.: • Með AIP kerfi mun verða hægt að nota kafbátana í takmörkuðum mæli undir ís. • Ballard Power Systems er kana- dískt fyrirtæki og eitt framsæknasta fyrirtækið á þessu sviði í dag. Fyrirtæk- ið er í samstarfi með Daimler-Chrysler o.fl. um vetnisknúna bíla. Vetnisknú- inn strætisvagn búinn tækni Ballards sá dagsljósið árið 1992 og vagnar bún- ir þessari tækni eru í notkun nokkuð

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.