Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1999, Qupperneq 38

Ægir - 01.10.1999, Qupperneq 38
um sem renna til sjávarútvegs í ESB. Fjárlög ESB nema um 1,15% af þjóðar- framleiðslu aðildarþjóðanna. Árið 1996 runnu 875 milljónir evra, sem jafngildir um 68 milljörðum íslenskra króna, í sjávarútvegsstefnuna. Fjárlög sambandsins hljóðuðu upp á 82.397 milljónir evra og tók sjávarútvegurinn því til sín um 1,06%, eða um 0,0115% af vergri þjóðarframleiðslu aðildar- landanna sem getur varla talist mikið. Stærstum hluta fjársins er varið í að skera niður umframafkastagetu í greininni og til endurskipulags og at- vinnuuppbyggingar á svæðum þar sem útgerð og vinnsla er gamaldags og illa samkeppnishæf. Ef þessum 875 milljónum evra er deilt niður á 300 þúsund sjómenn sambandsins og umreiknað í íslenskar krónur, fást um 225 þúsund krónur á mann árið 1996 sem gerir um 618 krónur á dag. Skattaafsláttur íslenskra sjómanna hljóðar upp á 656 krónur á dag. Almennt er viðurkennt að afslátt- urinn er liður í kjarasamningum sjó- manna og er hið opinbera því klárlega að niðurgreiða launakostnað útgerðar- innar. Samkvæmt þessum talnaleik er ESB að greiða heldur minna til útgerð- arinnar með hverjum sjómanni en ís- lenska ríkið. Hvað sem þessum vangaveltum líð- ur þá blasir við að sjávarútvegur hefur, þegar á heildina er litið, lítið hlutverk í efnahagskerfi ESB. Sjávarútvegsstefn- an er hluti af byggðastefnu sambands- ins og hefur mikla félagslega og efna- hagslega þýðingu á ákveðnum svæð- um. í ESB hefur sjávarútvegur því meira pólitískt vægi en efnahagslegt. Sjálfbær nýting fiskistofna Fiskveiðistjórnun ESB hefur, líkt og ís- lenska fiskveiðistjórnunarkerfið, það markmið að gera fiskveiðar efnahags- lega hagkvæmar án þess að það hafi í för með sér félagslega upplausn. Það er hins vegar hápólitískt deiluefni hvern- ig ber að ná því markmiði og snýst um hver fær hvað, hvenær og hvernig. Þetta vandamál er af allt annarri og ósambærilegri stærðargráðu í ESB en á íslandi. í ESB ná fiskveiðihagsmunirn- ir nær undantekningalaust út fyrir lög- sögu þjóðríkja en slíkt heyrir til und- antekningar hjá íslendingum þar sem flestir nytjastofnar eru staðbundnir. Það ætti því ekki að koma á óvart að það taki lengri tíma, og að það þurfi önnur meðul, til að finna lausn á for- tíðarvanda offjárfestinga og óstjórnar í sjávarútvegi í ESB en á íslandi. Sjávarútvegsstefna ESB er einstök tilraun ríkja sem hafa sameiginleg markmið við fiskveiðistjórnun á fiski- stofnum sem þau deila sín á milli. Innan ESB er nokkuð góð samstaða um að núverandi fiskveiðistjórnunar- kerfi, sem byggir á hámarksafla og ríkjakvótum, sé það besta sem völ er á við þær aðstæður sem eru ríkjandi f ESB. Samstaða er einnig um að kerfið verði að bæta til að ná fram sjálfbærri nýtingu fiskistofna. Til að ná því markmiði verði að leggja áherslu á virkari stjórnun í veiðum, vinnslu og markaðsmálum og beita styrkjakerfinu markvisst til að skera niður flotann og draga úr félagslegum afleiðingum þess. Höfundur er vélfræðingur, með BA-próf í stjórnmálafræði frá HÍ og stundar meistara- nám í evrópskum stjórnsýslufræðum (Euro- pean Master of Public Administration) við Katholieke Universiteit Leuven í Belgíu. TURBINUÞJONUSTA • TÚRBÍNUÞJÓNUSTA • TURBINUÞJONUSTA LOKSINS A ISLANDI NÚTÍMA TÚRBÍNUÞJÓNUSTA VlLT ÞÚ HAFA TÚRBÍNUNA EINS ÖRUGGA OG HÆGT ER? HÖFUM TEKIÐ í NOTKUN VIÐU RKENNDAN TÖLVU-BALLANSERINGARBEKK. ÖRUGGARI, FLÓTLEGRI OG ÓDÝRARI VIÐGERÐIR. Gjörið SVO VEL AÐ LÍTA VIÐ, EÐA HAFIÐ SAMBAND. ÞAÐ ER ALLTAF HEITT Á KÖNNUNNI. MDVÉLAR HF. SMIÐJUVEGUR 28, Pósthólf 597 - 200 Kópavogi - Sími: 567 2800 - Fax: 567 2806 TURBINUÞJÓNUSTA • TÚRBÍNUÞJÓNUSTA • TÚRBÍNUÞJÓNUSTA 38 MGÍU

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.