Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1999, Side 39

Ægir - 01.10.1999, Side 39
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Vélstjórafélag íslands: Grunnurinn að félaginu lagður fyrir 90 árum Félag vélstjóra var stofnað árið 1909 undir heitinu Gnfuvéla- gasslumannafélag Reykjavíkur, eti nafninu var breytt í Vélstjóraféiag ís- latids árið 1916. í dag eru félags- menn utn 2400. Eftirfarandi er samantekt um Vélstjórafélag íslands við þessi tímamót. Um 56% vélstjóra starfa á fiskiskip- um, 9% á farskipum, ferjum, hafrann- sóknarskipum og land- helgisgæsluskipum og 35% starfa í landi, m.a. í virkjunum, frystihús- um og verksmiðjum. Helstu kjarasamningar eru við LÍÚ vegna vél- stjóra á fiskiskipum, við VSÍ/VMSÍ (nú SA) vegna vélstjóra á far- skipum. Einnig semur félagið við Hafrann- sóknastofnun og Land- helgisgæsluna vegna vélstjóra á þeirra skip- um. Helstu kjarasamn- ingar vegna landvél- stjóra eru við VSÍ/VMSÍ vegna vél- stjóra í frystihúsum og verksmiðjum, við Landsvirkjun, Áburðarverksmiðjuna, Varnarliðið og Hitaveitu Suðurnesja vegna vélfræð- inga, sem hjá þeim fyrirtækjum starfa. Einnig er samið við Rafmagnsveitur Ríkisins, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja auk ýmissa sérsamninga. Fyrir utan hefðbundna starfsemi stéttarfélaga, þ.e.a.s. samninga um kaup og kjör við vinnuveitendur, hef- ur alltaf farið töluverður tími forsvars- manna félagsins í menntunar- og at- vinnuréttindamál vélstjóra. í fyrstu var helsta verkefnið að koma á lögum um atvinnuréttindi. Seinna að taka þátt í að breyta þeim þegar þurfa þótti og ekki síður að standa vörð um lögin og gæta þess að þeim sé framfylgt. Menntun vélstjóra hefur einnig verið mikið kappsmál félagsmanna frá upp- hafi og náðu þeir þeim árangri 1911 að stofnuð var vélfræðideild við Stýri- mannaskólann, sem var upphaf að Vélskóla íslands. Fyrir árið 1966 var Fiskifélag íslands með mótornámskeið fyrir bátavélstjóra og voru þeir í sér fé- lagi, Mótorvélstjórafélagi Islands, en árið 1966 voru samþykkt ný lög um vélstjóranám og atvinnuréttindi. Þá var námið sameinað og skipt upp í fjögur stig sem hvert um sig gefur ákveðinn atvinnuréttindi. Þá samein- uðust þessi tvö stóru félög vélstjóra undir nafni Vélstjórafélags fslands. Það hefur löngum verið stefna félags- ins að sameina alla vélstjóra í einu öfl- ugu félagi til að ná sem bestum ár- angri fyrir stéttina í heild. Á undan- förnum árum hefur verið unnið að því að sameina landshlutafélögin þrjú: Vélstjórafélag ísafjarðar, Vélstjórafélag Suðurnesja og Vélstjórafélag Vest- mannaeyja innan Vélstjórafélags ís- lands. Er það mál nú í höfn. Sjúkrasjóður félagsins greiðir dag- peninga í allt að 480 daga vegna slysa eða veikinda. Einnig greiðir sjóðurinn jarðarfararstyrk og styrki vegna sjúkra- þjálfunar, ýmiss konar endurhæfingar, líkamsrækt og læknisþjón- ustu. Orlofssjóður á 11 orlofshús á Laugarvatni ásamt sund- laug, gufubaði, heitum pott- um og minigolfi. Einnig eru orlofshús á Austurlandi, íbúðir á Akureyri og orlofs- hús í Flókalundi. Ein íbúð er í Reykjavík og stendur til að bæta annarri við. Eftirmenntun vélstjóra stendur fyrir námskeiða- haldi, sem sérstaklega er sniðið að þörfum vélstjóra og vélfræðinga og hefur sú starfsemi verið að eflast á undanförnum árum. Á skrifstofu félagsins í Borg- artúni 18 Reykjavík starfa sex manns. Formaður, skrifstofustjóri, innheimtustjóri, lögfræðingur, starfs- maður eftirmenntunar og starfskona í afgreiðslu. Þá er félagið með starfs- mann í hlutastarfi á skrifstofu félags- ins Skipagötu 14, Akureyri og um- boðsmenn á tveim stöðum á landinu. AGIR 39

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.