Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1999, Blaðsíða 5

Ægir - 01.10.1999, Blaðsíða 5
Pétur Bjarnason, framkvœmdastjóri Fiskifélags íslands: SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Alþjóðasamningar og umhverfismál á Fiskiþingi 58. Fiskiþing var haldið á Grand Hótel í Reykjavík 30. september og 1. október s.l. Þetta var annað þingið sem haldið var eftir að skipulagi Fiski- félagsins var breytt. Þema þingsins var Sjávaríítvegur: Alþjóðasamningar og wn- hverfismál. Fimm fyrirlesarar fluttu er- indi um efnið en síðan var þingfulltrú- um skipt í þrjá vinnuhópa, sem fjöll- uðu um það efni sem til umræðu var. Áður en hafist var handa við sjálft efni þingsins flutti sjávarútvegsráðherra Árni M. Mathiesen ávarp. Seinni dag- inn fóru fram hefðbundin aðalfundar- störf og umræður um niðurstöðu vinnuhópa. Eftir þingið voru niður- stöður vinnuhópa og umræðna dregn- ar saman og er sú samantekt birt hér í blaðinu. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráð- herra flutti félaginu hlýjar kveðjur og óskaði félaginu velfarnaðar í framtíð- inni. Hans vilji stendur til að félagið verði sá samstarfsvettvangur samtaka í sjávarútvegi sem að hefur verið stefnt og hvatti Fiskifélagið til þess að hafa forgöngu um að útfæra siðareglur (code of conduct) fyrir íslenskan sjáv- arútveg. Jafnframt lýsti hann yfir fag- legum og fjárhagslegum stuðningi sjávarútvegsráðuneytisins við það verkefni. Orð sjávarútvegsráðherra falla vel að þeim hugmyndum sem settar hafa verið fram um Fiskifélagið og er óskandi að samstaða náist innan greinarinnar um þetta mál. Það var jafnframt ánægjuefni hve vel fyrirlesarar höfðu undirbúið sín er- Leiðari indi, sem voru afar fræðandi fyrir vik- ið. Davíð Egilson hjá Hollustuvernd ríkisins reið á vaðið og fjallaði um mengun hafsins og hvað veldur henni. Þórir Ibsen hjá utanríkisráðu- neytinu fjallaði um hvernig alþjóða- samningar og -samvinna um umhvef- irsmál verður til, Halldór Þorgeirsson hjá umhverfisráðuneytinu fjallaði um þá umhverfissamninga, sem ísland er aðili að og skipta sjávarútveg miklu máli og Arnór Halldórsson hjá sjávar- útvegsráðuneytinu fjallaði um að- komu ráðuneytisins að alþjóðasamn- ingum á þessu sviði. Helgi Laxdal hjá Vélstjórafélagi íslands fjallaði um hvernig samstarf ráðuneyta og grein- arinnar eru á þessu sviði og lokaerind- ið flutti Friðrik Blomsterberg hjá ís- lenskum sjávarafurðum hf. og fjallaði um umhverfismerk- ingar. Þessi erindi og þær umræður sem urðu verða að- gengilegar á heima- síðu Fiskifélagsins innan tíðar. Þá er þess vert að geta að fimm fyrir- tæki studdu 58. Fiskiþing með fjár- framlagi. Þau eru I Borgarplast hf., I AKO/Plastos ehf., * Kælismiðjan Frost 3 ehf., Tölvumyndir | ehf. og Fjárfestinga- banki Atvinnulífs- ins. Fiskifélag íslands vill þakka sjávar- útvegsráðherra, fyrirlesurum, stuðn- ingsaðilum, þingfulltrúum, starfsfólki félagsins og öðrum, sem komu að undirbúningi þingsins, fyrir þeirra hlut. Félagið er þess fullvisst að það efni sem flutt hefur verið á tveimur síðustu Fiskiþingum og sú vandaða umfjöllun sem efnið hefur hlotið hef- ur haft afar jákvæð áhrif í þjóðfélag- inu og innan atvinnugreinarinnar. AGIR 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.