Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1999, Blaðsíða 45

Ægir - 01.10.1999, Blaðsíða 45
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Hafnarey SF gjörbreytt 'XTýveriö kom Hafnarey SF 36 til 1 \ heimahafnar á Höfn í Horna- firði eftir verulegar breytingar sent fóru fratn í skipasmíðastöðinni Astilleros Pasajes í San Sebastian á Spáni. Skipið var lengt og mikil end- urnýjun fór fram á vindubúnaði og togkraftur var aukinn. Verkfræðistofan Fengur hannaði breytingarnar en umboðsaðili spænsku stöðvarinnar hér á landi er Atlas hf. Nýtt vindukerfi skipsins er frá Vélaverkstæði Sigurðar og ný fiskimót- taka með blóðgunarkari, þvottakörum og færiböndum er frá Klaka hf. Lenging um 5,5 metra Hafnarey var lengd um 5,5 metra og kemur lengingin einkum fram í helm- ings aukningu lestarrýmis. Þá var byggt yfir skipið að aftan og þannig fékkst aukið rými á millidekki. Yfir- Breytt fiskiskip byggingin gerði líka að verkum að hægt var að stækka stakkageymslu og bæta við einum klefa. Ný fiskimóttaka var sett í skipið, sem og blóðgunarkör og þvottakör. Allt var vindukerfið endurnýjað og samanstendur nú af þremur 14 tonna togspilum með auto-búnaði, tveimur grandaraspilum, tveimur gilsaspilum, pokaspili, útdráttarspili og bakstroffu- spilum. Sett var á skipið nýtt perustefni, brú var hækkuð og loks var skipið heitgal- vanhúðað og málað með skipamáln- ingu frá Málingu hf. Hafharey SF í innsiglingunni til Homafjarðar. Áhafnarmeðlimir brugðu sér fram á með baskahúfur frá Spáni til að undirtrika hvar skipinu var breytt. Kostnaður um 80 milljónir króna Kostnaður við breytingarnar á Hafnar- ey SF nemur um 80 milljónum króna og væntir Jón Hafdal Héðinsson, skip- stjóri og annar eigenda, þess að út- gerðarform skipsins verði með líkum hætti og áður, þ.e. að sótt verði á humarmiðin, í skrápflúru og skötusel, auk þorsks. „Auk lengingarinnar er veigamesta breytingin sú að fá yfirbyggingina að aftan og pokagálgann," segir Jón Haf- dal í samtali við Ægi en eftir breyting- una getur Hafnarey tekið 60-70 tonn af fiski í körum í lest. „Skipið er nánast eins og nýtt. Við fórum að huga að því fyrir tveimur árum að gera breytingar. Við völdum þennan kostinn frekar en kaupa ann- að skip, enda þarf þá oftast að gera einhverjar breytingar. Með því að fara þá leið sem við fórum þá fæst skip eins og við viljum hafa það," segir Jón Haf- dal Vegna veiðireynslu Hafnareyjar fékk skipið ágætan kvóta í skrápflúru, nú þegar kvóti var settur á þá tegund. Jón Hafdal segir öllu meiri óvissu hafa verið skapaða varðandi skötuselsveiðar skipsins því á meðan á breytingunum stóð var gerð breyting á reglugerð þannig að óheimilt verður að veiða á fótreipistrolli nema með skilju og það segir Jón nánast útiloka skötuselsveið- ar skipsins. „Við höfum fengið um 120 tonn af skötusel á ári og töluvert af meðafla en hann fæst ekki með þegar skiljan er notuð. Þessi reglugerðarbreyting setur því strik í reikninginn hjá okkur varð- andi útgerð skipsins," segir Jón. Meðeigandi Jóns Hafdal í Hafna- reynni er Gísli Páll Björnsson, sem jafnframt er yfirvélstjóri. ---------------------ÆCiIR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.