Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1999, Side 45

Ægir - 01.10.1999, Side 45
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Hafnarey SF gjörbreytt 'XTýveriö kom Hafnarey SF 36 til 1 \ heimahafnar á Höfn í Horna- firði eftir verulegar breytingar sent fóru fratn í skipasmíðastöðinni Astilleros Pasajes í San Sebastian á Spáni. Skipið var lengt og mikil end- urnýjun fór fram á vindubúnaði og togkraftur var aukinn. Verkfræðistofan Fengur hannaði breytingarnar en umboðsaðili spænsku stöðvarinnar hér á landi er Atlas hf. Nýtt vindukerfi skipsins er frá Vélaverkstæði Sigurðar og ný fiskimót- taka með blóðgunarkari, þvottakörum og færiböndum er frá Klaka hf. Lenging um 5,5 metra Hafnarey var lengd um 5,5 metra og kemur lengingin einkum fram í helm- ings aukningu lestarrýmis. Þá var byggt yfir skipið að aftan og þannig fékkst aukið rými á millidekki. Yfir- Breytt fiskiskip byggingin gerði líka að verkum að hægt var að stækka stakkageymslu og bæta við einum klefa. Ný fiskimóttaka var sett í skipið, sem og blóðgunarkör og þvottakör. Allt var vindukerfið endurnýjað og samanstendur nú af þremur 14 tonna togspilum með auto-búnaði, tveimur grandaraspilum, tveimur gilsaspilum, pokaspili, útdráttarspili og bakstroffu- spilum. Sett var á skipið nýtt perustefni, brú var hækkuð og loks var skipið heitgal- vanhúðað og málað með skipamáln- ingu frá Málingu hf. Hafharey SF í innsiglingunni til Homafjarðar. Áhafnarmeðlimir brugðu sér fram á með baskahúfur frá Spáni til að undirtrika hvar skipinu var breytt. Kostnaður um 80 milljónir króna Kostnaður við breytingarnar á Hafnar- ey SF nemur um 80 milljónum króna og væntir Jón Hafdal Héðinsson, skip- stjóri og annar eigenda, þess að út- gerðarform skipsins verði með líkum hætti og áður, þ.e. að sótt verði á humarmiðin, í skrápflúru og skötusel, auk þorsks. „Auk lengingarinnar er veigamesta breytingin sú að fá yfirbyggingina að aftan og pokagálgann," segir Jón Haf- dal í samtali við Ægi en eftir breyting- una getur Hafnarey tekið 60-70 tonn af fiski í körum í lest. „Skipið er nánast eins og nýtt. Við fórum að huga að því fyrir tveimur árum að gera breytingar. Við völdum þennan kostinn frekar en kaupa ann- að skip, enda þarf þá oftast að gera einhverjar breytingar. Með því að fara þá leið sem við fórum þá fæst skip eins og við viljum hafa það," segir Jón Haf- dal Vegna veiðireynslu Hafnareyjar fékk skipið ágætan kvóta í skrápflúru, nú þegar kvóti var settur á þá tegund. Jón Hafdal segir öllu meiri óvissu hafa verið skapaða varðandi skötuselsveiðar skipsins því á meðan á breytingunum stóð var gerð breyting á reglugerð þannig að óheimilt verður að veiða á fótreipistrolli nema með skilju og það segir Jón nánast útiloka skötuselsveið- ar skipsins. „Við höfum fengið um 120 tonn af skötusel á ári og töluvert af meðafla en hann fæst ekki með þegar skiljan er notuð. Þessi reglugerðarbreyting setur því strik í reikninginn hjá okkur varð- andi útgerð skipsins," segir Jón. Meðeigandi Jóns Hafdal í Hafna- reynni er Gísli Páll Björnsson, sem jafnframt er yfirvélstjóri. ---------------------ÆCiIR 45

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.