Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1999, Blaðsíða 22

Ægir - 01.10.1999, Blaðsíða 22
M arkaðsvœðing siávarútvegsins kvæmni stórrekstrar er augljós í svo fjárfrekum iðnaði sem sjávarútvegur- inn er." - Eru stjórnendur og eigendur sjáv- arútvegsfyrirtækja meðvitaðir um þetta? „Á því er allur gangur. Skilningur- inn er mestur hjá þeim fyrirtækjum sem eru markaðsvædd nú þegar. Þau hafa verið að sækja sér fjármagn út fyrir sinn eigendahóp og eru í ríkari mæli að sjá hagkvæmni rekstrar í stór- um einingum." Heiðar og Ægir Páll segja hér komið á nýjan leik að þætti löggjafans og því sem þeir kalla sérkennilega hámarki á stærð fyrirtækja út frá kvótastöðu. „Þetta þak teljum við óskiljanlegt því það hvetur til óhagkvæmari rekstr- ar í greininni en hægt er að ná. Þetta atriði heldur aftur af greininni og skaðar alla." - Teljið þið að kvótaþakið sé nú þeg- ar farið að hafa takmarkandi áhrif á þróunina? „Já, það er komið að þeim tímapunkti. Til að mynda getur Sam- herji ekki stækkað mjög mikið úr „Komið að þeim tímapunkti að kvótaþakið hamli þróuninni í greininni." þessu. Sama væri að segja um vangaveltur um samruna HB, ÚA og Síldarvinnsluna, sem getur um margt verið skynsamleg samsetning. Slík sameining gengur ekki út frá stærðará- kvæðinu í lögum. Það sem er sérkennilegt í þessu er hvernig fólk horfir með allt öðrum augum á sjávarútveginn en annan rekstur. Ekkert virðist við það að at- huga að hér á landi séu aðeins tvö skipafélög sem þjónusta sjávarútveg- inn og að markaðsvirði annars skipafé- lagsins sé þrefallt á við markaðsvirði stærsta sjávarútvegsfyrirtækisins. Er- lendis þætti þetta mjög öfugsnúið þar sem sú regla er almenn að þjónustu- fyrirtæki séu minni en framleiðslufyr- irtækin." - Þykir ykkur óeðlilegt að löggjafinn hindri með þessum hætti stærð sjávar- útvegsfyrirtækja? „Þarna er fyrst og fremst verið að spila eftir tilfinningum en síður eftir skynseminni. Því miður hefur ekki komist inn í umræðuna hverju er ver- ið að fórna með svona ákvæði í lög- um." Yfirráð á Norður-Atlantshafi Hagkvæmari sjávarútvegur er svar þeirra Heiðars og Ægis Páls við þeirri spurningu hvað gæti gerst ef hömlum á erlenda fjárfestingu yrði aflétt og sömuleiðis stærðarmörkunum á kvóta- eign íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. „Greinin yrði mun hagkvæmari en í dag. Þá yrði einfaldara fyrir innlendu sjávarútvegsfyrirtækin að sameinast erlendum fyrirtækjum og stækka enn frekar. íslensk fyrirtæki gætu þannig náð enn meiri tökum á sjávarútvegi í Norður-Atlantshafi. Menn væru þá að útvíkka starfsemina, líkt og Samherji hefur gert að hluta, og horfa ekki að- eins á heimamiðin heldur Norður-Atl- antshafið sem sitt starfssvið. Að okkar mati er því orðin áleitin spurning í dag hvort reglurnar sem við búum við séu farnar að hafa þau áhrif að halda þeim frá sókninni sem bestir eru í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Slíkt væri ekki þjóðhagslega hag- kvæmt," segja Heiðar Guðjónsson og Ægir Páll Friðbertsson. 22 ÆGiIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.