Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1999, Síða 22

Ægir - 01.10.1999, Síða 22
M arkaðsvœðing siávarútvegsins kvæmni stórrekstrar er augljós í svo fjárfrekum iðnaði sem sjávarútvegur- inn er." - Eru stjórnendur og eigendur sjáv- arútvegsfyrirtækja meðvitaðir um þetta? „Á því er allur gangur. Skilningur- inn er mestur hjá þeim fyrirtækjum sem eru markaðsvædd nú þegar. Þau hafa verið að sækja sér fjármagn út fyrir sinn eigendahóp og eru í ríkari mæli að sjá hagkvæmni rekstrar í stór- um einingum." Heiðar og Ægir Páll segja hér komið á nýjan leik að þætti löggjafans og því sem þeir kalla sérkennilega hámarki á stærð fyrirtækja út frá kvótastöðu. „Þetta þak teljum við óskiljanlegt því það hvetur til óhagkvæmari rekstr- ar í greininni en hægt er að ná. Þetta atriði heldur aftur af greininni og skaðar alla." - Teljið þið að kvótaþakið sé nú þeg- ar farið að hafa takmarkandi áhrif á þróunina? „Já, það er komið að þeim tímapunkti. Til að mynda getur Sam- herji ekki stækkað mjög mikið úr „Komið að þeim tímapunkti að kvótaþakið hamli þróuninni í greininni." þessu. Sama væri að segja um vangaveltur um samruna HB, ÚA og Síldarvinnsluna, sem getur um margt verið skynsamleg samsetning. Slík sameining gengur ekki út frá stærðará- kvæðinu í lögum. Það sem er sérkennilegt í þessu er hvernig fólk horfir með allt öðrum augum á sjávarútveginn en annan rekstur. Ekkert virðist við það að at- huga að hér á landi séu aðeins tvö skipafélög sem þjónusta sjávarútveg- inn og að markaðsvirði annars skipafé- lagsins sé þrefallt á við markaðsvirði stærsta sjávarútvegsfyrirtækisins. Er- lendis þætti þetta mjög öfugsnúið þar sem sú regla er almenn að þjónustu- fyrirtæki séu minni en framleiðslufyr- irtækin." - Þykir ykkur óeðlilegt að löggjafinn hindri með þessum hætti stærð sjávar- útvegsfyrirtækja? „Þarna er fyrst og fremst verið að spila eftir tilfinningum en síður eftir skynseminni. Því miður hefur ekki komist inn í umræðuna hverju er ver- ið að fórna með svona ákvæði í lög- um." Yfirráð á Norður-Atlantshafi Hagkvæmari sjávarútvegur er svar þeirra Heiðars og Ægis Páls við þeirri spurningu hvað gæti gerst ef hömlum á erlenda fjárfestingu yrði aflétt og sömuleiðis stærðarmörkunum á kvóta- eign íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. „Greinin yrði mun hagkvæmari en í dag. Þá yrði einfaldara fyrir innlendu sjávarútvegsfyrirtækin að sameinast erlendum fyrirtækjum og stækka enn frekar. íslensk fyrirtæki gætu þannig náð enn meiri tökum á sjávarútvegi í Norður-Atlantshafi. Menn væru þá að útvíkka starfsemina, líkt og Samherji hefur gert að hluta, og horfa ekki að- eins á heimamiðin heldur Norður-Atl- antshafið sem sitt starfssvið. Að okkar mati er því orðin áleitin spurning í dag hvort reglurnar sem við búum við séu farnar að hafa þau áhrif að halda þeim frá sókninni sem bestir eru í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Slíkt væri ekki þjóðhagslega hag- kvæmt," segja Heiðar Guðjónsson og Ægir Páll Friðbertsson. 22 ÆGiIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.