Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2000, Síða 8

Ægir - 01.01.2000, Síða 8
ÆGIR Eins og lesendur sjá hefur nú verið gerð veruleg breyting á út- liti Ægis. Sú viðamesta felst í því að blaðið verður eftirleiðis í stærra broti en áður, þ.e. brotinu A-4 í stað þeirrar stærðar sem hefur verið við lýði frá upphafi útgáfunnar. Jafnframt þessari breytingu var útlit stokkað upp að verulegu leyti og munu les- endur taka eftir nýjum þáttum í komandi blöðum, til viðbótar við efni sem þeir gjörla þekkja og hefur lengi einkennt Ægi. Undanfarin ár hefur útgáfutími Ægis verið x lok þess mánað- ar sem blaðið er merkt en á næstu mánuðum verður útgáfutím- inn færður smám saman framar í mánuðinn. Engin breyting verður á eintakafjölda yfir árið, tölublöðin verða 11 eins og áður. Breyting verður hins vegar á útgáfu Utvegstalna, eins og gerð er grein fyrir annars staðar á síðunni. Óhjákvæmileg breyting Brot blaðsins hefur verið hið sama allt frá fyrstu dögum útgáf- unnar í byrjun aldarinnar. Sú bylting sem orðið hefur síðan þá í prentiðnaði er gríðarleg og vélakostur í prentiðnaði hefur færst yfir í staðlaðar stærðir á prentverkefnum, þ.e. svokallað A-kerfi. Því hefur reynst æ erfiðara að halda úti reglubundinni útgáfu á afbrigðilegri stærð blaðs eins og Ægir var, enda stærð blaðsins eins og hún var óhentug fyrir prentvélar og alla tölvuvinnslu, jafnt á blaðinu og auglýsingum. Af öllum þessum ástæðum var ákveðið að skipta um brot og taka upp hina algengu stærð tíma- rita, A-4, og nota tækifærið til breytinga við útgáfu á fyrsta blaði nýs árþúsunds. Ægir í nýjum búningi - birtist lesendum í stærra broti og enn ferskari Ekkert óviðkomandi sem tengist sjávarútvegi I raun er Ægi ekkert óviðkomandi sem sjávarútveginn snertir. Líkt og áður verður blaðið byggt upp af fjölbreyttu efni, sem bæði er unnið af ritstjórn og öðrum aðilum, aðsendum faggrein- um sem tengjast sjávarútvegi, vettvangsgreinum um heit mál sem snerta sjávarútveginn og þannig mætti áfram telja. Að sjálf- sögðu verða svo á sínum stað mikilvægir þættir í útgáfu Ægis, svo sem umfjallanir um ný og breytt skip, efni sögulegs eðlis, fræðsluefni og fleira. Þröstur Pálmason hjá prentþjónustunni Norðan2 á Akureyri vinnur að umbroti Ægis. Ægir sífellt ungur Breytingin á blaðinu mun gefa færi á líflegra blaði í útliti. Ægir er í sífelldri þróun í takt við sjávarútveginn og þannig höldum við ótrauð áfram á sömu braut. Efni og ábendingar um efni eru vel þegnar á ritstjórn í síma 461-1541 eða f tölvupósti á netfanginu j.olafur@simnet.is Utgáfu Utvegstalna hætt Útvegstölur hafa um nokkurra ára skeið verió fylgiblaó með Ægi og hefur þar verió að finna upplýsingar um afla skipa og báta. Meófylgjandi þessu fýrsta blaói ársins 2000 eru Útvegstölur sem fýlgja áttu desemberblaói en grunnur til vinnslu þeirra var ekki tilbúinn nægilega snemma hjá Hagstofu íslands til að hægt væri að láta blaðið fylgja með Ægi fyrir jól. Hins vegar hefur verió tekin ákvörðun um aó hætta útgáfu Útvegstalna. Lengstum sá starfsfólk Fiskifélags íslands um úrvinnslu á talnaefni í sjávarútveginum og annaðist það verkefni fyrir ríkis- valdið. Sá talnagrunnur sem með þessu var fyrirliggjandi hjá fé- Laginu var síðan nýttur til að vinna ÚtvegstöLur Ægis. Þegar hió opinbera hætti kaupum á þessu verkefni hjá FiskiféLagi ísLands fyrir rösku ári og fLutti verkefnið yfir tiL Hagstofunnar var Ljóst að útgáfa Út- vegstaLna yrói erfiðari og kostnaóarsam- ari en áóur. Engu að siður var ákveðió að gera tiLraun til áframhaLdandi útgáfu Út- vegstaLna með breyttu sniði en undir Lok síðasta árs reyndist nauósynlegt aó taka ákvörðun um aó hætta útgáfu Út- vegstalna af fyrrgreindum ástæóum. Ýmsar töLuLegar uppLýsing- ar úr sjávarútveginum veróur þó að finna á síðum Ægis í fram- tíðinni i tengslum vió fjöLbreytiLega umfjölLun um sjávarútveg- inn. Utveastölúr Verðmæti botnfiskafla á stöðugri uppleið Aflasamdráttur í október - L.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.