Ægir - 01.01.2000, Qupperneq 18
SÍF HF
Styrkur SÍF felst í
áreíðanleika, stærð og þjónustu
- segir Friðrik Pálsson, stjórnarformaður SÍF,
um tækifæri fisksölurisans islenska á erlendum mörkuðum
Mikið verk er framundan fyrir stjórn SÍF á næstu mánuðum, þrátt fyrir að hinn eigin-
legi samruni SIF og Islenskra sjávarafurða hf. sé um garð genginn. Útfæra þarf
stefnumótun fyrirtækisins og skapa fyrirtækinu ímynd á erlendum mörkuðum í sam-
ræmi við hið breiða vöruúrval sem fyrirtækið hefur nú að bjóða. Friðrik Pálsson,
stjórnarformaður SÍF, segir að árið 2000 verði starfsamt ár fyrir stjórnendur og dre-
gur ekki dul á að í mörg horn verði að líta og að samrunanum muni fylgja kostnaður.
Að sjálfsögðu sé stefnan sett á góða afkomu á árinu en hann telur að raunhæfara sé
að gera kröfur til afkomunnar á árinu 2001 þegar hinni eiginlegu samræmingarvin-
nu verði lokið. SÍF er risi á fisksölumarkaði í heiminum og ekki þarf að efast um að
tækifærin sem hinu nýja fyrirtæki bjóðast eru mörg. En hvernig metur stjórnarfor-
maðurinn nánustu framtíð SÍF, nú þegar fyrsta starfsárið er á upphafsreitunum.
Friðrik Pálsson,
stjórnarformaður SÍF
„SÍF stefnir að því að halda áfram að veita
viðskiptavinum sínum mjög góða þjónustu.
Lykilorðin fyrir gott fisksölufyrirtæki eru áreiðanlei-
ki, stærð og góð þjónusta og ástæðan fyrir þvf að ég
nefni stærðina hér á meðal er sú að við hugsum okkur
að komast eins nærri neytendum og hægt er. Slíkt er
kostnaðarsamt og verður ekki framkvæmt nema að
baki standi styrkur og mikil velta. SIF hefur markað
sér þá stefnu í Frakklandi og víðar að selja til
smásölukeðjanna undir eigin vörumerki þar sem það
á við. Þannig getum við haslað okkur völl á viðkvæ-
mum og dýrum samkeppnismarkaði en þessu fylgir
kostnaður. Við settum talsverða fjármuni í árslok
1999 í að byggja upp okkar eigið vörumerki á ney-
tendamarkaðnum í Frakklandi og munum gera það
áfram á árinu 2000. Við teljum að með því séum við
að tryggja okkur öruggari markað til lengri tíma og
meiri verðmæti út úr veltunni. Við ríðum á vaðið í
þessu efni á Frakklandsmarkaði en það er ljóst að á
sama hátt munu aðrir markaðir fylgja í kjölfarið, ef
vel gengur," segir Friðrik.
SIE
Slagurinn
við hvíta kjötið
Ollum sem fylgjast með
í íslenskum sjávarútvegi
varð strax ljóst þegar
byrjað var að ræða sam-
runa SÍF og ÍS að þar yrði
til fisksölufyrirtæki
með gríðarlegt
úrval af sjávaraf-
urðum. Friðrik
dregur ekki úr að þetta sé styrkur fyrirtækisins, enda
muni viðskiptamannahópurinn stækka verulega frá
því sem áður var hjá hvoru fyrirtæki um sig.
„Veltan verður mun meiri en áður og breiðara
vöruúrval á erlendum mörkuðum á að skila okkur
meiri tekjum upp í fastan kostnað. Framlegðin
verður með öðrum orðum meiri og hana ætlum við
okkur að nota til þróunar- og markaðsstarfs.
Markaðsstarfið í heild sinni er mjög dýrt ef sinna á
því af alvöru en fjármunirnir eiga að skila sér til baka
ef rétt er á spilum haldið," segir Friðrik og telur
aðspurður að markaðsliðurinn taki nú á tímum meiri
fjármuni til sfn en á árum áður. Skýringuna segir
hann einfaldlega samkeppni þar sem fiskurinn keppi
við hvíta kjötið á matvörumörkuðum og ekki verði
litið framhjá því að framleiðendur á kjúklingum og
svínakjöti leggi mikla fjármuni í sitt markaðsstarf.
„Ef fiskurinn á að geta staðist þessum vörum snún-
ing í samkeppninni verður að leggja fjármuni á sama
hátt í markaðsstarfið.
Eg held að það skipti gífurlegu máli í þessu sam-
bandi að muna eftir því að viðskiptavinir okkar úti í
heimi hafa verið að taka breytingum á undanförnum
árum. Það hefur orðið mikill samruni fyrirtækja í
kaupendahópnum og á sumum mörkuðum eru það
örfáir aðilar sem stjórna allri neytendaversluninni. Til
þess að ná athygli þessara aðila þarf að hafa þá þrjá
þætti sem ég gat um áðan, auk stöðugrar vöruþróun-
ar. Þegar við mætum þessum stóru viðskiptavinum
þá þýðir einfaldlega ekkert annað en hafa að baki sér
mjög mikið vöruúrval og magn til að þeir hafi áhuga
á að ræða við okkur. Þetta sýnir vel hvaða markað-
ástæður búa að baki samruna SIF og IS í eitt félag,"
segir Friðrik.