Ægir - 01.01.2000, Side 23
á meira magni. Stærsti einstaki kostnaðarþátturinn í
vinnslu á mjöli og lýsi er hráefnið. Það vill nú svo til
að við erum með útgerð líka, þannig að það kemur þá
niður á henni ef við lækkum hráefnisverðið. Stærsti
einstaki kostnaðarliður í útgerðinni er launakostnað-
ur, allt að 40% af tekjum, þannig að það hefur veru-
leg áhrif fyrir heildina að lækka verðið. Það er í raun
það ráð sem menn grípa til, að lækka hráefnisverðið
og svo verða menn að vera meira vakandi varðandi
annan kostnað. Menn geta velt fyrir sér sparnaði,
frestun á einhverjum framkvæmdum og unnið að
lækkun rekstrarkostnaðar almennt."
Engar viðræður við HB og ÚA
um sameiningarmál
Sameining og samruni fyrirtœkja er eitt af því sem mikið er
talað um og gert af í dag. Á haustmánuðum gekk sú saga
fjöllunum bxrra að Síldarvinnslan hf. vœri að sameinast
öðrum fyrirtcekjum og heyrðust þá nöfn ÚAog Haraldar
Böðvarssotiar, svo dxrni sé tekið. Sú umrxða kom í kjölfar
kaupa Burðaráss á hlutabréfum íþessum félögum. Er Síld-
arvinttslan á leiðinni í samstarf við annað eða ötmur fyr-
irtxki í sjávarútvegi?
„Eg get staðfest að það hafa ekki verið viðræður á
milli þessara félaga um sameiningu, alla vega ekki
með þátttöku Síldarvinnslunnar. Eg veit ekki hvort
UA og HB eru að tala saman. Það er nú þannig að
menn talast við í sjávarútvegi og velta fyrir sér hug-
myndum sem gætu verið fysilegar. Slíkt er bara hluti
af daglegu starfi, en það hefur ekkert verið sérstakt á
teikniborðinu hjá Síldarvinnslunni um sameiningu
þó rætt hafi verið við ýmsa aðila.“
Eru það kannski „verðbréfastrákarnir,, sent kotna þessum
orðrótni af stað?
„Þetta er kannski leikur sem maður hefur oft séð
hjá þeim aðilum sem vinna hjá verðbréfafyrirtækjun-
um. Verðbréfamarkaðurinn hér á landi er ekki gam-
all og þeir sem vinna á þessum markaði eru aðallega
ungir og ákafir menn. Oft á tíðum held ég að þeir séu
sjálfir búnir að setja eitthvað upp á teikniborðið og
leika sér að því að koma einhverjum orðrómi af stað
sín á milli. Eg held að það hafi gerst í þessu tilfelli, ef
til vill vegna kaupa Burðaráss á hlutabréfum í þess-
um félögum. Þetta er alltaf ákveðin hætta í svona
litlu þjóðfélagi, einhverju er hent á loft og sagan fær
byr undir báða vængi og það er jafnvel búið að sam-
eina fyrirtæki án þess að forsvarsmenn þeirra hafi tal-
að saman.“
Hugur fylgdi ekki máli
hjá Skagstrendingi
Urðu það tnikil vonbrigði þegar Skagstrendingur dró sig itt
úr sameiningarviðrxðunum við Síldarvinnsluna á síðasta
ári?
„Já, það urðu gríðarlega mikil vonbrigði. Eg held
að menn hafi verið mjög bjartsýnir á að það mál
myndi ganga eftir og að það næðust samningar um
sameiningu. Aðilar hérna megin unnu heilshugar að
því og töldu það sama gilda hinum megin borðsins.
Eftirá að hyggja held ég að það hafi aldrei verið inni
x myndinni af hálfu Skagstrendingsmanna að koma
að þessu borði. Eg met stöðuna svo í dag. Það var
búið að leggja mikla vinnu í þetta mál, bæði af Finn-
boga og síðar af mér og stjórnarmönnum Síldar-
vinnslunnar hf. Sama gildir um ákveðna aðila af
Skagstrendings hálfu, þannig að vonbrigðin urðu
vissulega mjög mikil."
Staður eins og Neskaupstaður verður
einfaldlega að sanna sig sjálfur
Er fýsilegt fyrir fyrirtxki eins og Síldarvinnsluna hf að
sameinast öðrum fyrirtxkjum, t.d. á stxrri stöðum eins og
Akureyri eða á Stór-Reykjavíkursvxðinu?
„Eg sé því ekkert til fyrirstöðu að fyrirtæki samein-
ist, þó þau séu á sitt hvoru landshorninu, í þéttbýli
Nótaskipið Börkur NK kemur
lestað að tandi í Neskaupstað,
Skip SVN hafa verið fengsæl
og afli þeirra tagt grunninn
aó þvi veldi sem
Sítdarvinnslan er.
Viðtal
og Ijósmyndir:
Elma
Guömundsdóttir,
Neskaupstaö
23