Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2000, Page 31

Ægir - 01.01.2000, Page 31
SJÁVARÚTVEGSDEILD HA 10 ÁRA^H Margír atvinnumöguleikar bjóðast - segir Ómar Pétursson, sjávarútvegsfræðingur og sölumaður hjá Sæplasti Ómar Pétursson starfar sem sölumað- ur hjá Sæplasti hf. á Dalvík, en hann lauk námi frá sjávarútvegsdeild Háskól- ans á Akureyri vorið 1996. Strax frá barnæsku starfaði hann við sjávarsíðuna á heimaslóðum sínum á Bakkafirði „og ég ólst upp við að fara á sjó með föður mínum eða föðurbræðrum og hjálpa til við verkun á fiskinum þegar í land var komið,“ segir Ómar. Fljótlega eftir stúdentspróf við MA fór Ómar til náms í útgerðartækni við Tækniskóla Islands, en það nám fékk hann metið þegar í Háskólann á Akur- eyri kom. Fyrst eftir námi starfaði Ómar sem framleiðslustjóri hjá Gunnólfi hf. á Bakkafirði en hefur starfað hjá Sæplasti hf. á Dalvík síðan 1997. Þegar Ómar var beðinn að bera saman nám við Tækniskóla Islands og Háskól- ann á Akureyri, þá nefnir hann verk- efna- og hópvinnu við Tl. „Að vinna mikið í hópvinnu kennir nemendum á áþreifanlegan hátt að taka tillit til og vinna með öðrum en á slíkt reynir mik- ið þegar út í atvinnulífið er komið. Yf- irleitt voru fimm til sjö í hverjum hópi hjá Tækniskólanum og því margir sem taka þurfti tillit til. Sjávarútvegsdeild HA hefur yfirleitt samanstaðið af fá- mennum árgöngum og ekki er nokkur vafi að á stundum háði það náminu. Hins vegar var auðveldara fyrir nemend- ur að ná saman og það vegur upp ókost- ir fægðarinnar," segir Ómar, sem segir meiri akademískar kröfur vera gerðar á Akureyri en í Tækniskólanum. „Margir atvinnumöguleikar bjóðast þegar námi lýkur,“ segir Ómar og bend- ir á að fljótt hafi menn í tölvugeiranum og á verðbréfamarkaðnum áttað sig á því hve menntun í sjávarútvegsfræðum sé víðfeðm og haldgóð. „Sem sölumaður hjá Sæplasti við sölu á fiskikerjum, plastbrettum og trollkúl- um, hefur samspil reynslu og náms nýst mér mjög vel, einkum þegar farið er til svæða þar sem þekking á notkun kerja er ekki til staðar, svo sem í Suður-Am- eríku. Þegar menn gera sér svo grein fyrir því að ég er ekki bara sölumaður sem er að selja plast, heldur hef líka þekkingu, reynslu og nám á þessu sviði sem ég miðla tii manna eftir minni bestu getu, hafa samskipti mín við viðskiptavinina orðið betri og traustið meira.“ Kostsala • Akureyri • Símar 896 0485, 460 3407 • Netfang nettokostur@kea.is Matvara • Sérvara • Hreinlætisvörur Búsáhöld • Rekstrarvörur • ofl. Hvað þarf að vera í lagi 31

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.