Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.2000, Side 32

Ægir - 01.01.2000, Side 32
UMRÆÐAN Guðjón A. Kristjánsson, alþingismaóur, skrifar Kvótinn, braskið og byggðin Nýlega féll dómur í Héraðsdómi Vestfjarða um að áfram yrði ekki byggt á því misrétti gagnvart þegnum landsins sem felst í aðgengi fárra að aflakvótum um fyr- irsjáanlega framtíð. Ég tel að dómurinn banni ekki að kvótaskipting sé viþhöfð. Aðeins er skilyrði, ef stjórna eigi með kvótum, að jafnræði skuli vera milli manna. Atvinnufrelsið skal hafa forgang og reglur sem settar eru til stjórnunar fiskveiða geri öllum kleift að komast að nýtingu á okkar sameiginlegu auðlind, fiskinum, á fiskimiðunum umhverfís landið. Til þess að stunda fiskveiðar þarf skip sem hefur haffærisskírteini og er skrásett á skipaskrá Sigl- ingastofnunar Islands og fiski- skipið þarf veiðileyfi útgefið af stjórnvöldum (Fiskistofu), sbr. lög 39-1990 um stjórn fiskveiða. Erlendum skipum eru bannaðar allar veiðar í fiskveiðilandhelgi Is- lands sbr. lög 79-1997 um veiðar í fiskveiðilandhelgi Islands. Ef við göngum út frá því að Hæstiréttur Islands staðfesti undirréttardóm Héraðsdóms Vestfjarða þá tel ég að mismunandi kvótaúthlutun til einstakra fiskiskipa af sömu stærð sé ólögleg. Hvað þá? Það væri auðvelt að stýra fiskveið- um með því að takmarka sjósókn skipanna. Eftir þeirri aðferð væru sambærileg skip með jafn marga daga til fiskveiða og ákvæði stjórnarskrár um jafnrétti þegn- anna og atvinnufrelsi væru upp- fyllt. Veigamesti kostur sóknar- stýrðra fiskveiða umfram aðra tak- mörkun er sá að veiddur afli sem oftast er sama og dauður fiskur kemur þá allur að landi. I sóknar- stýrðu kerfi er einnig auðvelt að setja þak á afla hvers sóknarflokks og hvers skips í sama sóknar- flokki. Skilyrði skynsamlegrar fiskveiðistjórnunar er að fiskveiði- flotanum verði skipt upp í að- greinda útgerðarflokka skipa og að jafnframt verði talið eðlilegt að mismunandi útfærslur henti hverjum útgerðarflokki. Jafnir aflakvótar Vilji menn stýra fiskveiðum með aflakvóta á hvert skip þá verður það því aðeins gert að uppfylltum skilyrðum stjórnarskrár um að öll fiskiskip með veiðileyfi í íslenskri eigu, sem eru af sambærilegri stærð eða hafa sambærilega af- kastagetu til fiskveiða (aflvísi) sbr. lög nr. 76 1997, fái úthlutað sama fiskmagni af einni eða fleiri fisk- tegundum. Viðvarandi mismun- un út á áratuga gamla fiskveiði- reynslu fær ekki staðist, enda ekki nauðsynleg til þess að vernda fiskistofna. Núverandi kvótakerfi framseljanlegra kvóta og tegunda- tilfærslu hefur alls ekki verndað eða byggt upp fiskistofna á Is- landsmiðum. Þvert á móti. Botn- fiskveiðar okkar eru minni nú eft- ir 15 ár í kvótakerfi úr öllum að- al botnfisktegundum: þorski, ýsu, ufsa, karfa og grálúðu en verið hefur sl. 50 ár þar áður, fyrir daga kvótans. Norðmenn hafa um áratuga skeið stýrt sínum botnfiskveiðum með jafnri kvótaskiptingu á fiski- skip eftir stærð skipanna og ákveða einnig heildarhlutfall tog- araflotans í þorskveiðinni. Væri það gert hér þá væri öllum gert jafnt undir höfði og skilyrði „Viðurkennum rétt fótksins til sjósóknar og fiskveióa. Sá réttur er enda tilkominn af tangri hefð og þorpin eru staðsett við ströndina vegna þess að þaðan var gott að sækja tii nátægra fiskimiða," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, atþingismaður.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.