Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.2000, Side 42

Ægir - 01.01.2000, Side 42
FISKVEIÐAR Ofnýting fiskistofna og alþjóðlegir samningar Auður H. Ingólfsdóttir, starfsmaður á Umhverfis- stofnun Há- skóla íslands, skrifar Stórir, hraðskreiðir, en umfram allt: verðmætir! Tún- fiskstegundin „bláuggi“ er áhugaverð fyrir margra hluta sakir. En sumir segja stofna bláuggans í hættu vegna ofveiði. Hvert er hlutverk alþjóðasamninga í þessu samhengi? Eru þeir gagnlaust tól eða verðmætt hjálpartæki til að koma á sjálfbærri nýtingu á þessum alþjóðlegu fiskstofnum? Um 90 prósent fisks í heimin- um er veiddur innan 200 mílna lögsögu ríkja. Þetta hlutfall segir þó ekki alla söguna. Hluti aflans, iíka þess sem er veiddur innan iandhelgi, kemur úr svokölluðum deili- eða flökkustofnum. Deili- stofnar eru þeir fiskstofnar sem halda sig ákveðnu svæði, en þó svo stóru að þeir deilast milli lög- sögu tveggja eða fleiri ríkja og fara einnig inn á nærliggjandi al- þjóðleg hafsvæði. Fiskar í flökku- stofnum eru enn víðförulli, geta verið afar hraðskreiðir og ferðast í gegnum lögsögu fjölmargra ríkja. Þessi tregða fiskanna til að virða hin pólitísku landamæri okkar mannanna hefur skapað þörf fyrir alþjóðlega fiskveiðisamninga, bæði til að stjórna veiðum á al- þjóðlegum hafsvæðum, en einnig til að samræma veiðar úr sama stofni sem flakkar milli lögsögu margra ríkja. Framkvæmd þessara alþjóðlegu samninga gengur hins vegar misvel, ekki síst í ljósi þess að ekkert yfirþjóðlegt vald er til staðar sem hefur umsjón með að samningum sé framfylgt. I þessari grein verður litið til einnar fisktegundar, bláugga, og reynt að meta árangur alþjóða- samninga við að vernda stofna af þessari tegund. Umfjöllunin gef- ur vísbendingar um almennt gildi alþjóðasamninga í fiskveiðum. Hinn stóri og fljóti bláuggi Bláuggi er túnfiskstegund sem finnst bæði í Atlantshafi og Suð- urhöfum. Bláugginn er flökku- stofn, þ.e. ferðast milli lögsögu margra ríkja, enda afar hrað- skreiður, en hann ferðast á allt að 90 km hraða á klukkustund. Hver fiskur getur orðið geysistór og vegið allt að 700 kílóum. Bláugg- inn er því með stærstu, hrað- skreiðustu og víðförulstu skepn- um jarðarinnar. Bláugginn er jafnframt verðmætastur allra fiska í peningum talið og því eftirsókn- arverð veiði. I ljósi hins mikla verðmætis kemur ekki á óvart að bláugginn er ofnýttur á mörgum hafsvæðum. Japönsk túnfiskveiðiskip í höfn í Reykjavík. Japanir eru mjög reynd túnfiskveiðiþjóð. Lykilhlutverk Japans Túnfiskveiðar leggja aðeins til um 42 3% heildarafla fiskveiða í heimin- um. Þessar veiðar standa þó undir um 10% viðskipta með fisk. Verðmæti bláuggans hefur þar sitt að segja en búast má við að kílóið af góðum fiski seljist á allt að 14.000 íslenskrar krónur. Al- gengt er að stórir fiskar seljist á um 2 milljónir íslenskra króna og dæmi eru um að einn fiskur hafi selst á 6 milljónir íslenskra króna (85.000 bandaríkjadali). Þessar verðupplýsingar birtust í Harper Magazine árið 1994 og verð gætu því hafa breyst, en eftir stendur að verðmæti bláuggans er meira, í peningum talið, en flestra annarra fisktegunda. I þessum viðskiptum gegnir Japan lykilhlutverki. Japanir eru ekki aðeins stórtækir í veiðunum á bláugga, heldur neyta Japanir um 90% af heildarafla heimsins. Fiskurinn er seldur á túnfisksupp- boði í Tokyo, sem haldið er á hverjum degi og er þar oft mikið líf í tuskunum. Þó Japanir veiði allra þjóða mest af bláugga nægir það samt ekki til að metta hinn hungraða heimamarkað og aðrar þjóðir hafa tekið þátt í bláuggaveiðunum af miklu kappi. Má þar nefna Tafv- an, Bandaríkin, Spán, Kóreu og Frakkland. Þá hafa Ástralir og Ný- Sjálendingar verið áberandi í veið- um á stofninum í Suðurhöfum. Ofveiði? Eins og fyrr segir, er bláugginn afar víðförull fiskur sem flakkar milli lögsögu margra ríkja. Teg- undin telur alls þrjá stofna, einn sem heldur sig í Indlands- og Kyrrahafi, einn í Austur-Atlants- hafi og einn í Vestur-Atlantshafi. Reyndar telja sumir vísindamenn að bláugginn í austur- og vestur- hluta Atlantshafsins séu einn og sami stofninn, en um þetta eru skiptar skoðanir og núverandi fiskveiðistjórnun gengur út frá

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.