Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2000, Page 43

Ægir - 01.01.2000, Page 43
FISKVEIÐAR því að um tvo aðskilda stofna sé að ræða. Vísindamenn hafa um árabil varað við ofveiði á bláugga. Mjög greinileg hnignun hefur orðið á stofninum í Vestur-Atlantshafi en deildari meiningar eru um stöðu stofnsins í Austur-Atlantshafi og í Suðurhöfum. I byrjun tíunda ára- tugsins komust vísindamenn Atl- antshafstúnfisksráðsins að því að bláuggastofninn í Vestur-Atl- antshafi hafði hnignað um 90% frá því árið 1975. Hnignun stofnsins í Austur-Atlantshafi á þessu sama tímabili var metin um 50%. Staða bláuggastofnsins í Suðurhöfum er óljósari. Ástralskir og ný-sjálenskir vísindamenn telja stofninn vera í hættu en jap- anskir starfsbræður þeirra telja óhætt að auka veiðarnar. Alþjóðasamningar Tvær alþjóðlegar, svæðisbundnar fiskveiðistofnanir fara með stjórn á bláuggaveiðum í heiminum, Atlantshafstúnfisksráðið (ICCAT) og Túnfisksráð Japana, Ástrala og Ný-Sjálendinga í Indlands- og Kyrrahafi (CCSBT). Stjórn bláuggastofnanna tvegg- ja í Atlantshafi fellur undir Atl- antshafstúnfisksráðið. I stofn- samningi ráðsins, sem gekk í gildi árið 1969, er kveðið á um að markmið starfseminnar skuli vera að stjórna veiðum þannig að há- marka megi afla til lengri tíma. Til að ná þessu markmiði hefur ráðið umboð til þess að grípa til aðgerða til að draga úr veiðum, séu fyrir því vísindaleg rök að óbreytt veiði muni leiða til hnignunar túnfisksstofna. Ákvörðun ráðsins er bindandi fyr- ir aðildarrfki, nema þau nýti rétt sinn tii að mótmæla innan sex mánaða. Ekki er í samningnum kveðið á um hvaða viðmið skuli nota ef nauðsynlegt sé að skipta veiðiheimildum milli landa. Þá er ekki fjallað um í samningi hvern- ig taka beri á veiðum þeirra þjóða á svæðinum sem ekki eiga aðild að ráðinu. Túnfisksráð Japana, Ástrala og Ný-Sjálendinga í Suðurhöfum var stofnað árið 1993. Ráðið hefur með höndum stjórn bláuggaveiða í Indlands- og Kyrrahafi. Auk að- ildarríkja senda Taívan, Indónesfa og Kórea áheyrnarfulltrúa á fundi. Markmið ráðsins, samkvæmt stofnsamningi, er að stuðla að sjálfbærum veiðum úr bláugga- stofninum. Hlutverk ráðsins er m.a. að ákveða hámarksafla, í samræmi við vísindalegar upplýs- ingar og skiptingu veiðiheimilda milli aðildarríkja. Við skiptingu veiðiheimilda ber að taka tillit til nokkurra þátta sem eru útlistaðir í stofnsamningi, s.s. viðkomu stofns innan landhelgi aðildarríkjanna, hagsmuni viðkomandi ríkja vegna bláuggaveiða og framlagi þeirra til vísindarannsókna. I samningnum er einnig fjallað um aðgerðir til að stemma stigu við veiðum skipa sem ekki tilheyra túnfisksráðinu. Allar ákvarðanir ráðsins eru bind- andi fýrir aðildaríki. Brotalamir Markmið beggja þessara svæðis- stofnanna er að sjá til þess að að- ildarríki stundi sjálfbærar veiðar. Niðurstöður vísindamanna benda hins vegar greinilega til ofveiði í a.m.k. einum af stofnunum þrem- ur og margir vísindamenn telja að hið sama eigi við um hina stofn- ana tvo. Þetta vekur upp þá spurningu hvort svæðisstofnan- irnar hafi brugðist hlutverki sínu? A sama hátt má spyrja hvort al- þjóðasamningar sem þessir, sem hafa að markmiði að ríki starfi saman að sjálfbærri nýtingu, séu gagnlaus tól? Svarið við fyrri spurningunni er að einhverju leyti jákvætt. Þegar litið er yfir sögu Atlantshafstún- fisksráðsins kemur í ljós að ráðið hefur ítrekað látið viðvaranir sinna eigin vísindamanna sem vind um eyru þjóta. Ráðið hefur annað hvort neitað að setja nokk- ur mörk um hámarksafla eða sett mörkin langt fyrir ofan það við- mið sem vísindamenn hafa mælt með. Saga ráðsins í Suðurhöfum er styttri, en einnig þar hafa fulltrú- ar aðildarfkja gengið þvert á ákvæði í eigin samningi. Þannig hafa Japanir t.d. neitað að varúð- arreglan skuli gilda þegar há- marksafli sé ákveðinn, þrátt fyrir að í samningi ráðsins sé kveðið á um að þessi regla skuli höfð til hliðsjónar. Af þessu hafa skapast miklar deilur og afleiðingin er sú að enginn hámarksafli hefur verið settur síðan 1996, þar sem þjóð- irnar þrjár hafa ekki getað komist að samkomulagi. Japanir hafa viljað auka veiðarnar en Ástralar og Ný-Sjálendingar telja nauð- synlegt að draga úr sókninni. Þar sem ekkert samkomulag hefur náðst tóku Japanir einhliða ákvörðun um að hefja viðbótar- veiðar úr stofninum sem þeir skil- greina sem tilraunaveiðar. Ástral- ir og Ný-Sjálendingar kærðu þessar veiðar til Alþjóða hafrann- sóknardómsstólsins. Dómur féll nýlega í málinu og var hann Japönum í óhag. Dómstóllinn hefur þó ekkert yfirþjóðlegt vald til að refsa Japönum fyr- ir brot sitt. Ástæða ofveiði er þó líka sú að hluti þeirra þjóða sem stunda bláuggaveiðar til- heyrir ekki þeim svæðis- stofnunum sem bera ábyrgð á stjórn veiðanna. Þau skip sem sigla undir fánum þessara þjóða eru því algerlega óbundinn af öllum ákvörðunum sem svæðisstofnanir taka. Þau geta því hagað veiðum eins og þeim sýnist á sama tíma og skip frá aðildarríkjum þurfi að sætta sig við takmarkanir. Þetta er ein ástæðan fyrir tregðu Atlantshafstúnfisksráðsins við að takmarka veiðar á bláugga. Frá pólistísku sjónarmiði er mjög erfitt að réttlæta niður- skurð ef afleiðing niðurskurðsins er sú að skip frá ríkjum utan ráðs- ins veiði einfaldlega meira í stað- inn. Því er ljóst að ekki er aðeins nauðsynlegt að taka á innri mál- um svæðisstofnananna sem hafa með fiskveiðistjórn að gera, held- ur þarf einnig að bæta þann al- þjóðlega lagaramma sem skapar umhverfið sem þessar stofnanir starfa í. Mögulegar úrbætur Báðar þessar svæðisstofnanir byg- gja tilveru sína á alþjóðlegum samningum milli aðildarríkjanna. En þótt þetta séu einu samning- arnir sem taka sérstaklega til stjórnunar á bláuggaveiðum eru til ýmsir aðrir alþjóðlegir samn- ingar sem einnig hafa áhrif á veið- arnar. Mikilvægasti alþjóðasamningur um fiskveiðar er án efa Hafréttar- sáttmálinn. Samkvæmt Hafréttar- sáttmálanum ber hver þjóð ábyrgð á fiskveiðistjórnun innan sinnar lögsögu en veiðar á alþjóð- legum hafsvæðum eru frjálsar. Um deili- og flökkustofna gildir að þjóðir sem að veiðum úr þess- um stofnum koma skulu hafa

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.