Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2000, Page 46

Ægir - 01.01.2000, Page 46
SKIPASTÓLLIN N ■Ijósm. Hjörvar Sigurjónsson Jón Kjartansson SU-111 í höfn á Eskifirói að afloknum breytingum í Póllandi. BREYTT FISKISKIP Jon Kjartansson SU-111 hóp öflugustu nótaskipa flotans 1 Fyrir skömmu lauk viðamiklum endurbótum á nótaskipinu Jóni Kjartanssyni SU, sem er í eigu Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Breyt- ingarnar lutu fyrst og fremst að því að gera skipið öflugra til flot- trollsveiða á kolmunnamiðunum og var varið rösklega 300 milljón- um króna til breytinganna. Þær voru framkvæmdar hjá skipa- smíðastöðinni Nauta í Póllandi en umboðsaðili stöðvarinnar hér á landi er Vélasalan hf. Um hönnun breytinganna sá Teiknistofa KGÞ á Akureyri. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem ráðist er í miklar endurbætur á Jóni Kjartanssyni SU og því óhætt að segja að hið 40 ára gamla skip sé í nýjum og gjör- breyttum búningi. I fyrri breytingunum var skipið lengt, brú endurnýjuð og burð- ur skipsins aukinn. Þrátt fyrir það var skipið ekki hentugt til flottrollsveiða og þar af leiðandi ekki búið til átakanna á kolmunnamiðunum. Breytingar á afturskipi Öllu fyrirkomulagi aftan við brú skips- ins var umbylt. Síður voru endurnýjaðar frá milliþilfari að efra þilfari, ásamt lunn- ingu og nótakassa þar fyrir ofan. Settur var á skipið nýr toggálgi en í honum er stýring fyrir grandara inn á flottroll- stromlur. Smíðaðir voru vasar fyrir flot- trollslóð í togþilfar. Þá var smíðað nýtt bátaþilfar undir nýjar togvindur og skor- steinn skipsins stækkaður. Nýr notakassi var smíðarður, ásamt vökvaknúinni ör- yggisgrind. Ný og öflug aðalvél Vél- og stýrisbúnaður Jóns Kjartans- sonar SU var að verulegu leyti endurnýj- aður. Fyrst ber að telja skipti á aðalvél skipsins en í það er nú komin Wartsila Wichmann aðalvél frá Vélum og skipum ehf. Afl vélarinnar er 6750 hestöfl. Við vélina var settur nýr gír, skrúfubúnaður,

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.