Ægir - 01.01.2000, Blaðsíða 50
FROÐLEIKUR OG SKEMMTUN
Anarhichas minor
Hlýrí
Hlýrinn líkist steinbít í vexti. Hann er langvax-
inn, hausstór og þykkvaxinn líkt og steinbíturinn,
en þekkist frá honum á því meðal annars að tennur
á skoltum, plógbeini og gómbeinum eru ekki eins
sterklegar þó þær séu hvassari. Einnig ná eyruggar
hlýrans lengra aftur en steinbítsins. Það er hins vegar
liturinn sem mest aðgreinir þá. Hlýrinn er dökkþanggrænn
eða gulgrár á litinn með mörgum misstórum dökkum blettum á
höfði, hliðum og á bakugga. Hlýrinn getur orðið 140-150 cm á
lengd. Lengsti hlýri sem veiðst hefur á íslandsmiðum mældist
142 cm.
Heimkynni hlýrans eru í Norður-Atlantshafi og Barentshafi
þar sem hann er víða mjög algengur. Við Island er hlýrinn fyrir
vestan, norðan og austan land, en hans verður lítið sem ekkert
vart fyrir sunnanverðu landinu. I mars er hann mest áberandi úti
fyrir Norðausturlandi. Hlýrinn er botnfiskur og heldur sig mest
á sand- og leirbotni á 25-700 metra dýpi en er þó frekar sjald-
séður á minna en 100 metra dýpi. Fæða hans er svipuð fæðu
steinbíts en hann er þó ekki jafnmikið í harðmetinu og steinbít-
urinn. Hann étur skrápdýr, krabbadýr, skeldýr og jafnvel fiska.
Þá er hann mjög gráðugur í steinbítshrogn.
Samkvæmt norskri heimild gengur hlýrinn á vorin úr
Barenthafi upp á miðin við Finnmörku og hrygnir þar á 110-
250 metra dýpi. Mest hefur fundist af eggjum í júní til ágúst.
Þau eru 5-6 mm í þvermál og 15-20 þúsund hjá hrygnum sem
eru um 100 cm á lend, en allt að 50 þúsund hjá stærri hrygnum.
Lirfurnar eru 21-22 mm við klak og seiði eru 4-7 cm þegaru þau
leita til botns. Hlýraafli undanfarin ár á Islandsmiðum hefur
verið nokkur hundruð tonn.
KR0SSGÁTAN
A h á s í Nióur SáSlancl Runur Eira YróVar Eins Frost- skemm- ist Skaui Att Taipast Mjúk Va Leiást- anna Ujkt Jurt Dlrva Auó- Lincl
1/ciói - Skawit- urinn L 1.
'ftana Mlaga Lána 2. > > > >
To'g Fuqlum (ilfoé > > 3. > ►
Lindíjr (f. Veiki Mark 9
tifdnsa V/ Vanar t NíVinisi \( VVnteg- und.
Keyrir (Zrotin smá 11 7- \J > V Vigiaát A/ h m. Y
tfaáur Starfs- grein 10. > ► V.
Mjóan V Skelin