Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1918, Page 5
I. Stjórn háskólans.
Rektor háskólans var þetta háskólaár prófessor, dr. phil.
Ágúsí H. Bjarncison.
Deildarforsetar voru þessir:
Prófessor Sigurður P. Sivertsen í guðfræðisdeild,
—»— Lárus H. Bjarnason i lagadeild,
—» — Giiðmundur Magnússon í læknadeild og
—»— dr. phil. Björn M. Ólsen í heimspekisdeild.
Áttu þessir deildarforsetar sæti í háskólaráðinu undir for-
mensku rektors.
Á þessu varð þó sú breyting á árinu, að prófessor, dr.
phil. Guðmundur Finnbogason tók í mars 1918 við forseta-
störfum í heimspekisdeildinni af próf. Birni M. ólsen, er
sakir veikinda hafði fengið lausn frá kensluskyldu alt há-
skólaárið og treysti sjer ekki heldur til að gegna forseta-
störfunum.
II. Skólasetning.
Af ýmsum ástæðum fór setning háskólans að þessu sinni
ekki fram fyrri en mánudaginn 8. okt., kl. 1 e. hád., að við-
stöddu kennaraliði háskólans og nemendum. Hjelt rektor þá
ræðu þá, sem hjer fer á eftir: