Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1918, Síða 10

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1918, Síða 10
8 sínu eigin lífi. En ekki er nóg að vita, hvað er salt og rjelt, heldur verða menn og að gera það og haga sjer eftir þvi. Sannur maður er sá einn, sem er hreinn og beinn og óskift- ur, ekki einungis í hugsunum sínum, heldur og í orðum sínum og gerðum. Og nú að siðustu að eins eilt orð til yðar, sem dveljist fjarri heimilum yðar og áslvinum. Ef þjer eigið bágt eða ef yður leiðist, þá sækist ekki eftir misjöfnum ijelagsskap, en leitið til þeirra, sem yður er vel við og þjer treystið. Og til kennara yðar ætluð þjer að leita öðrum fremur, ef vður her einhvern vanda að höndum. Einn er sá guð, sem vjer allir getum tilbeðið; og einn er sá konungur, er vjer allir getum lotið. I’að er hinn marg- krossfesti og þó ókrýndi konungur aldanna, sannleikurinn. Hann heitir á alla hina hestu sjni mannkynsins til fylgis við sig til þess að leiða það inn í hið fyrirheitna land mannlegrar fullkomnunar. Þjer ungu stúdentar! Nú er þjer í dag gangið inn í must- eri hans hjer og gerist þjónar lians, þá lofið mjer því með hönd og lijarta, að þjer viljið þjóna honum dyggilega, hver á sínu sviði, helga honum líf yðar og sál. Og hafið þá jafn- framt í huga, það sem skáldið hefir svo fagurlega mælt: Jeg trúi þvi, sannleiki, að.sigurinn þinn að síðustu vegina jafni, og þjer vinn jeg, konungur, það sem jeg vinn, og því stig jeg hiklaus og vonglaður inn í frelsandi framtíðar nafni. Sungið var brol úr »Háskólaljóðunum« á undan og eftir ræðunni, en háskólaborgarabrjefin afhent hinum nýinnrituðu stúdentum í ræðulok.

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.