Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1918, Page 12
10
með brjefi stjórnarráðsins, dags. 6. febrúar 1918, settur til að
hafa þá kenslu á hendi fyrsl uni sinn gegn áðurnefndri
þóknun.
Launakjör embættismanna og starfsmanna há-
skólans. Á fundi 23. mars 1918 var ákveðið að kjósa
nefnd til þess að undirbúa það mál undir þing. í nefndina
voru kosnir prófessorarnir Guðnuindiir Magnússon, Lárus H.
fíjarnason og Sigurðnr P. Sívertsen. Nefndin skilaði tillögum
sínum 25. apríl s. á., ásamt skýrslum um verðhækkun á
nauðsynjum og bækkun á framfærslukostnaði embæltis-
mannsbeimilis i Reykjavik. Voru tillögurnar samþyktar og
sendar fjárveilinganefndum Alþingis og ráðherra í brjefi
dagsetlu sama dag, sbr. fylgiskjal nr. VI.
Dýrtíðaruppbót á náms- og húsaleigustyrk stú-
denta. Rektor var falið á fundi 25. apríl 1918 að skrifa
kenslumálaráðherra og fjárveitinganefndum Alþingis og fara
fram á dýrlíðaruppbót á náms- og búsaleiguslyrk fyrir
1917—1918. Samþykti Alþingi í þingsályktunartillögu að
veita háskólanum 50 % uppbót á styrknum. Ákvað bá-
skólaráðið þvi næst að skifla uppbótinni niður eftir þegar
fram farinni veilingu og borga hana að fenginni ávisun
stjórnarráðsins.
Doktorstitlar. Samkvæmt erindi frá heimspekisdeild
samþykli háskólaráðið 30. maí 1918:
1. Að laka upp titilinn Dr. phil. fyrir þá, er ávinna sjer
doktorsnafnbót í fræðigreinum beimspekisdeildar.
2. Að tekinn sje upp titillinn Doclor lilierarum islandica-
nim (Dr. lilt. isl.) honoris causa handa þeim einum, sem
heimspekisdeild og háskólaráð vilja sýna sóma fyrir af-
rek í íslenskum fræðum.
3. Að doktorsskjölin skuli útgefin á íslensku og latínu.
4. Að insigne megi fylgja titlum þessum, og sje það
hringur.