Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1918, Side 40

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1918, Side 40
38 bz’osa svo hlýtt og innilega eða hlæja svo dátt og hjartan- lega eins og hann, þegar svo bar undir. En þó bjó jafnan alvaran og ábyrgðartilfinningin að baki. Oss ætti því að vera öðrum fremur skylt og þá sjerstak- lega við þetta tækifæri, þegar hann er að kveðja oss og láta af embætti, að votta honum þökk vora og heiður fyrir alla lians miklu og góðu starfsemi. Hefir oss virst, að það yrði ekki gert á annan hátt tilhlýðilegri en þann, að vjer gerðum þenna fyrsta rektor vorn og fyrsta kennara háskólans i íslenskri tungu og menningarsögu að jyrsla heiðursdoktor vorum i is- lenskum jrœðum fyrir það marga og mikla, sem hann hefir afrekað í þarfir tungu vorrar, bókmenta og menningarsögu. En það mál ætla jeg nú þeim að reifa, sem er rjett kjör- inn til þessa að lögum vorum, en það er í þessu falli for- seti heimspekisdeildar, og þvi tekur nú próf., dr. phil. Guðmundiir Finnbogason til máls. Forseti heimspekisdeildar, dr. Guðm. Finnbogason pró- fessor, mælti þá á þessa leið: Háskóladeildirnar hafa að lögum hver um sig rjett til að veita doktorsnafnbót, og er slík nafnbót veitt annaðhvort i heiðursskyni eða að undangengnu sjerstöku prófi. Á fundi heimspekisdeildar 27. f. m., þar sem allir fastir kennarar deildarinnar, nema prófessor Björn Magnússon Ólsen, voru við staddir, var samþykt að taka upp titilinn doctor littera- rum islandicarum — doktor i islenskum fræðum, handa þeim mönnum einum, er heimspekisdeild vill sýna sóma fyrir afrek i íslenskum fræðum. Doktorsbrjefið skyldi gefið út á íslensku og latínu og mætti því fylgja doktorshringur. Jafnframt samþykti deildin í einu hljóði þá tillögu rektors háskólans að sæma prófessor Björn Magnússon Ólsen fyrst- an manna þeim heiðri. Sú von hefir vakað jafn-lengi og hugsjón íslensks háskóla, að íslensk fræði — þekking á islenskri tungu, bókmentum og sögu — yrðu þau vísindin, sem háskóli vor skaraði fram

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.