Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1918, Síða 42
40
Því næst gekk rektor úr sæti sínu fyrir stól heiðursdokt-
ors og aíhenti honum doktorsskjalið, sem var bundið í blátt
silki með áletruðu nafni hans og titli, og dró jafnframt á
hönd honum doktorshring úr gulli með svofeldum um-
mælum:
»Á hring þenna, sem er gjöf írá samkennurum yðar hjer
við háskólann og þjer eigið að hera lil minja um þenna
dag og þessa athöfn, er dregin Iðunn með eplin. Alla æfl
hafið þjer endurnært anda yðar á ódáinseplum islenskra
fræða og mun svo enn verða, meðan yður endist heilsa og
líf. Er það ósk vor, að starf yðar í þarfir íslenskra bókmenta
megi halda anda yðar síungum og að þjer jafnan, er yður
verður litið á þenna hring, megið minnast háskólans, og
vor, starfsbræðra yðar, með hlýjum hug. Með þessum um-
mælum óslca jeg yður heilla, heiðurs og blessunar og þakka
yður alt það góða og mikla starf, er þjer haflð unnið í
þarfir háskóla vors og ísl. bókmenta.«
Síðan gekk rektor til sætis, en heiðursdoktor stóð upp og
þakkaði.
Á eftir söng »17. júnk kafla úr »Háskólaljóðunum«.
IX. Söfn háskólans.
Um söfn háskólans er ekkert að segja annað en það, að
mjög lítið hefir bætst við af bókum og öðrum kensluáhöld-
um, sökum örðugleika þeirra, sem eru á því að útvega
slíkt, meðan á heimsstyrjöldinni stendur.