Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1918, Side 56

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1918, Side 56
54 3. gr. Hafa skal liann að öðru leyti sömu skyldur og rjettindi sem »prófessorar« háskólans. IV. Hegliii' nm doktorspróf viö Háskóla íslands. Háskólaráðið hefir, skv. 53. gr. reglugerðar háskólans, sett eftirfar- andi reglur um doktorspróf: 1. Nú æskir maður doktorsnafnbótar og sendir hann pá háskólaráð- inu ritgerð þá, er liann hefir samið í pví skyni, en háskólaráðið sendir hana aftur hlutaðeigandi háskóladeild. Deildin lætur háskóla- ráðinu álit sitt um ritgerðina í tje innan 8 vikna, og tilkynnir rektor doktorsefni síðan álit deildarinnar. 2. Nú telur deildin æskilegt að njóta aðstoðar sjerfræðings utan deild- ar, eða einhver deitdarmanna telur sjer málið of skylt, og getur deildin pá, með sampykki háskólaráðs, kvatt sjer til aðstoðareinn eða fleiri sjerfróða menn til að meta ritgerðina og taka þátt i sókn og vörn um hana. 3. Nú er ritgerðin talin þess verð, að höfundinum gefist kostur á að verja hana, og ber honum þá að Iáta prenta liana á sinn kostnað og láta háskólanum í tje alt að 100 eintökum af lienni ókeypis. A 3. eða 4. bls. ritgerðarinnar skal prenta vottorð deildarforseta um, að ritgerðin sje talin tæk. Þá er prentun er lokið, ákveður deildin daginn, er munnleg vörn skuli framfara. Ivennurum deild- arinnar er skylt að vera viðstaddir athöfnina nema lögmæt forföll hamli. En athöfnin fer fram eftir þeim reglum, er hjer segir: a) Pá er deildarforseti og doktorsefni ásamt kennurum deildarinn- ar eru komnir saman á ákveðnum stað og stundu, setur deild- arforseti, eða sá, er deildin hefir til þess kvatt í forföllum hans, athöfnina og stjórnar sókn og vörn. Gætir hann þess, að athöfn- in fari að öllu sæmilega fram. Ávarpar doktorsefnið fyrst sam- komuna og lýsir ritgerð sinni og tildrögum hennar í fám orð- um. Tekur höfuðandmælandi deildarinnar síðan til máls og brýt-

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.